Kjararáðsraunir Þórólfur Matthíasson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. Í 10. gr. l.nr. 47/2006 er kveðið á um að ákvörðunum kjararáðs verði ekki skotið til annars stjórnvalds. Verði kjararáði á í messunni er það í höndum ráðsins sjálfs að lagfæra mistök eða láta hjá líða að lagfæra mistök. Tilraunir löggjafans til að taka fram fyrir hendur kjararáðs (eða forvera þess kjaranefndar og Kjaradóms) hafa sumar tekist og aðrar ekki. Ákvæði 10. gr. er líklega tilkomið vegna þess að kjararáð úrskurðar um laun dómara. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru laun þingmanna og ráðherra ákvörðuð af launanefndum sem þingið skipar svipað og gert er á Íslandi. Í Noregi er niðurstaðan lögð fyrir Stórþingið. Í Danmörku er það þingið sjálft sem ákvarðar laun þingmanna og ráðherra með lagasetningu. Í Danmörku hefur Folketinget breytt grunnlaunum með margra ára millibili. Þess á milli hefur þingfararkaup fylgt grunnlaunahækkun á opinbera markaðnum. Sú aðferð gafst ekki vel og í ár var tekin upp sú regla að taka einnig tillit til launaskriðs á opinbera markaðnum. Jafnframt var þingfararkaupið hækkað verulega. Sú hækkun byggir á viðamikilli úttekt nefndar sem Folketinget setti niður árið 2014 og skilaði skýrslu í janúar 2016 (Vederlagskommisjonen). Launanefndirnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fjalla aðeins um laun ráðherra og þingmanna. Þær fjalla ekki um laun hæstaréttardómara svo dæmi sé nefnt. Regluverkið á Íslandi líkist því regluverkinu í Svíþjóð og Finnlandi þar sem launanefndir löggjafans hafa síðasta orðið. Í Noregi og Danmörku hefur þingið aðkomu að launasetningunni, en byggir ákvarðanir sínar á niðurstöðum fastanefndar (Noregur) eða endurskoðunarnefndar (Danmörk). Í öllum löndunum er vandað vel til vals á nefndarmönnum í þeim nefndum sem fjalla um þingfararkaup. Nefndarmenn eru undantekningarlaust skipaðir af þjóðþingunum. Forsenda virðist vera þekking á starfsemi þings og ríkisstjórnar, auk þekkingar á vinnumarkaði og efnahagsmálum. Þá njóta allar nefndirnar aðstoðar hagstofa viðkomandi landa. Eðlilegt er að hliðsjón sé höfð af aðferðum Norðurlandaþjóðanna við ákvörðun þingfararkaups verði ráðist í frekari breytingar á reglum þar að lútandi hér á landi. Reynsla Dana af því að festa grunnlaun í lög og búa til reiknireglu fyrir leiðréttingu virðist ekki vænleg sem fyrirmynd vegna þess hversu sveiflukenndur íslenskur vinnumarkaður er. Þingið kemst því vart hjá nefndarskipun. Spurningin er hvort nefndin skuli bera niðurstöður sínar undir þingið eða þingnefnd (efnahags- og viðskiptanefnd og/eða fjárlaganefnd). Ef kjararáð ber ákvarðanir um þingfararkaup undir þingið þá er eðlilegt að fela öðrum aðila að fjalla um launakjör dómara. Valkostirnir varðandi ákvörðun þingfararkaups eru því tveir: a)óbreytt ástand (e.t.v. með formlegum kröfum um fagþekkingu Kjararáðsmeðlima); og b)að kjararáð þingmanna ákvarði laun þingmanna og beri ákvarðanir undir þingið og kjararáð dómara ákvarði laun dómara og sé sjálfstætt með sama hætti og kjararáð er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveldisins eru ákvörðuð. Þessi umræða kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 29. október síðastliðnum sem fól í sér 30 til 45% hækkun á launum þessara aðila. Í 10. gr. l.nr. 47/2006 er kveðið á um að ákvörðunum kjararáðs verði ekki skotið til annars stjórnvalds. Verði kjararáði á í messunni er það í höndum ráðsins sjálfs að lagfæra mistök eða láta hjá líða að lagfæra mistök. Tilraunir löggjafans til að taka fram fyrir hendur kjararáðs (eða forvera þess kjaranefndar og Kjaradóms) hafa sumar tekist og aðrar ekki. Ákvæði 10. gr. er líklega tilkomið vegna þess að kjararáð úrskurðar um laun dómara. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru laun þingmanna og ráðherra ákvörðuð af launanefndum sem þingið skipar svipað og gert er á Íslandi. Í Noregi er niðurstaðan lögð fyrir Stórþingið. Í Danmörku er það þingið sjálft sem ákvarðar laun þingmanna og ráðherra með lagasetningu. Í Danmörku hefur Folketinget breytt grunnlaunum með margra ára millibili. Þess á milli hefur þingfararkaup fylgt grunnlaunahækkun á opinbera markaðnum. Sú aðferð gafst ekki vel og í ár var tekin upp sú regla að taka einnig tillit til launaskriðs á opinbera markaðnum. Jafnframt var þingfararkaupið hækkað verulega. Sú hækkun byggir á viðamikilli úttekt nefndar sem Folketinget setti niður árið 2014 og skilaði skýrslu í janúar 2016 (Vederlagskommisjonen). Launanefndirnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fjalla aðeins um laun ráðherra og þingmanna. Þær fjalla ekki um laun hæstaréttardómara svo dæmi sé nefnt. Regluverkið á Íslandi líkist því regluverkinu í Svíþjóð og Finnlandi þar sem launanefndir löggjafans hafa síðasta orðið. Í Noregi og Danmörku hefur þingið aðkomu að launasetningunni, en byggir ákvarðanir sínar á niðurstöðum fastanefndar (Noregur) eða endurskoðunarnefndar (Danmörk). Í öllum löndunum er vandað vel til vals á nefndarmönnum í þeim nefndum sem fjalla um þingfararkaup. Nefndarmenn eru undantekningarlaust skipaðir af þjóðþingunum. Forsenda virðist vera þekking á starfsemi þings og ríkisstjórnar, auk þekkingar á vinnumarkaði og efnahagsmálum. Þá njóta allar nefndirnar aðstoðar hagstofa viðkomandi landa. Eðlilegt er að hliðsjón sé höfð af aðferðum Norðurlandaþjóðanna við ákvörðun þingfararkaups verði ráðist í frekari breytingar á reglum þar að lútandi hér á landi. Reynsla Dana af því að festa grunnlaun í lög og búa til reiknireglu fyrir leiðréttingu virðist ekki vænleg sem fyrirmynd vegna þess hversu sveiflukenndur íslenskur vinnumarkaður er. Þingið kemst því vart hjá nefndarskipun. Spurningin er hvort nefndin skuli bera niðurstöður sínar undir þingið eða þingnefnd (efnahags- og viðskiptanefnd og/eða fjárlaganefnd). Ef kjararáð ber ákvarðanir um þingfararkaup undir þingið þá er eðlilegt að fela öðrum aðila að fjalla um launakjör dómara. Valkostirnir varðandi ákvörðun þingfararkaups eru því tveir: a)óbreytt ástand (e.t.v. með formlegum kröfum um fagþekkingu Kjararáðsmeðlima); og b)að kjararáð þingmanna ákvarði laun þingmanna og beri ákvarðanir undir þingið og kjararáð dómara ákvarði laun dómara og sé sjálfstætt með sama hætti og kjararáð er nú.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun