Sérfræðingar segja Trump hafa rangt fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2016 08:45 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Sérfræðingar, stjórnmálamenn og embættismenn segja Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa rangt fyrir sér í nýjasta Twitter-uppþoti sínu. Þar hélt Trump því fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum, ef atkvæði „milljóna sem kusu ólöglega“ væru dregin frá. Engar vísbendingar eru hins vegar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton, en þó vann hann á kjörmönnum með miklum meirihluta. Græni flokkurinn vinnur nú að því að láta endurtelja atkvæði þriggja mikilvægra ríkja, Michigan, Pennsylvania og Wisconsin, þar sem Trump vann með tiltölulega litlum mun. Til dæmis vann hann alla 16 kjörmenn Michigan með einungis 10.704 atkvæðum meira en Clinton, en alls voru greidd tæplega 4,8 milljónir atkvæða í ríkinu. Demókratar og Clinton hafa gengið til liðs við Græna flokkinn og hjálpa til við að reyna að fá endurtalninguna í gegn.Trump virðist hafa brugðist reiður við þeim fréttum en í gær sendi hann frá sér nokkur tíst um málið þar sem hann hélt því fram, án nokkurra sannanna, að milljónir hefðu kosið ólöglega og ef að kjörmannakerfið hefði ekki verið til staðar hefði hann samt unnið kosningarnar. Þingmenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum segja Trump hafa rangt fyrir sér. Sérfræðingar segja það einnig, en samkvæmt AFP fréttaveitunni, segja þeir einnig að ummæli Trump setji hættulegt fordæmi og dragi mögulega úr trausti fólks á lýðræði. Trump hélt því ítrekað fram fyrir kosningarnar að kerfið væri spillt og að verið væri að svindla á sér. Nú berst hann gegn því að atkvæði verði talin aftur.In addition to winning the Electoral College in a landslide, I won the popular vote if you deduct the millions of people who voted illegally— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 It would have been much easier for me to win the so-called popular vote than the Electoral College in that I would only campaign in 3 or 4--— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 states instead of the 15 states that I visited. I would have won even more easily and convincingly (but smaller states are forgotten)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 Serious voter fraud in Virginia, New Hampshire and California - so why isn't the media reporting on this? Serious bias - big problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 28, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Sérfræðingar, stjórnmálamenn og embættismenn segja Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa rangt fyrir sér í nýjasta Twitter-uppþoti sínu. Þar hélt Trump því fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum, ef atkvæði „milljóna sem kusu ólöglega“ væru dregin frá. Engar vísbendingar eru hins vegar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton, en þó vann hann á kjörmönnum með miklum meirihluta. Græni flokkurinn vinnur nú að því að láta endurtelja atkvæði þriggja mikilvægra ríkja, Michigan, Pennsylvania og Wisconsin, þar sem Trump vann með tiltölulega litlum mun. Til dæmis vann hann alla 16 kjörmenn Michigan með einungis 10.704 atkvæðum meira en Clinton, en alls voru greidd tæplega 4,8 milljónir atkvæða í ríkinu. Demókratar og Clinton hafa gengið til liðs við Græna flokkinn og hjálpa til við að reyna að fá endurtalninguna í gegn.Trump virðist hafa brugðist reiður við þeim fréttum en í gær sendi hann frá sér nokkur tíst um málið þar sem hann hélt því fram, án nokkurra sannanna, að milljónir hefðu kosið ólöglega og ef að kjörmannakerfið hefði ekki verið til staðar hefði hann samt unnið kosningarnar. Þingmenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum segja Trump hafa rangt fyrir sér. Sérfræðingar segja það einnig, en samkvæmt AFP fréttaveitunni, segja þeir einnig að ummæli Trump setji hættulegt fordæmi og dragi mögulega úr trausti fólks á lýðræði. Trump hélt því ítrekað fram fyrir kosningarnar að kerfið væri spillt og að verið væri að svindla á sér. Nú berst hann gegn því að atkvæði verði talin aftur.In addition to winning the Electoral College in a landslide, I won the popular vote if you deduct the millions of people who voted illegally— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 It would have been much easier for me to win the so-called popular vote than the Electoral College in that I would only campaign in 3 or 4--— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 states instead of the 15 states that I visited. I would have won even more easily and convincingly (but smaller states are forgotten)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 Serious voter fraud in Virginia, New Hampshire and California - so why isn't the media reporting on this? Serious bias - big problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 28, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira