Sérfræðingar segja Trump hafa rangt fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2016 08:45 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Sérfræðingar, stjórnmálamenn og embættismenn segja Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa rangt fyrir sér í nýjasta Twitter-uppþoti sínu. Þar hélt Trump því fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum, ef atkvæði „milljóna sem kusu ólöglega“ væru dregin frá. Engar vísbendingar eru hins vegar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton, en þó vann hann á kjörmönnum með miklum meirihluta. Græni flokkurinn vinnur nú að því að láta endurtelja atkvæði þriggja mikilvægra ríkja, Michigan, Pennsylvania og Wisconsin, þar sem Trump vann með tiltölulega litlum mun. Til dæmis vann hann alla 16 kjörmenn Michigan með einungis 10.704 atkvæðum meira en Clinton, en alls voru greidd tæplega 4,8 milljónir atkvæða í ríkinu. Demókratar og Clinton hafa gengið til liðs við Græna flokkinn og hjálpa til við að reyna að fá endurtalninguna í gegn.Trump virðist hafa brugðist reiður við þeim fréttum en í gær sendi hann frá sér nokkur tíst um málið þar sem hann hélt því fram, án nokkurra sannanna, að milljónir hefðu kosið ólöglega og ef að kjörmannakerfið hefði ekki verið til staðar hefði hann samt unnið kosningarnar. Þingmenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum segja Trump hafa rangt fyrir sér. Sérfræðingar segja það einnig, en samkvæmt AFP fréttaveitunni, segja þeir einnig að ummæli Trump setji hættulegt fordæmi og dragi mögulega úr trausti fólks á lýðræði. Trump hélt því ítrekað fram fyrir kosningarnar að kerfið væri spillt og að verið væri að svindla á sér. Nú berst hann gegn því að atkvæði verði talin aftur.In addition to winning the Electoral College in a landslide, I won the popular vote if you deduct the millions of people who voted illegally— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 It would have been much easier for me to win the so-called popular vote than the Electoral College in that I would only campaign in 3 or 4--— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 states instead of the 15 states that I visited. I would have won even more easily and convincingly (but smaller states are forgotten)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 Serious voter fraud in Virginia, New Hampshire and California - so why isn't the media reporting on this? Serious bias - big problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 28, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Sérfræðingar, stjórnmálamenn og embættismenn segja Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa rangt fyrir sér í nýjasta Twitter-uppþoti sínu. Þar hélt Trump því fram að hann hefði fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í forsetakosningunum, ef atkvæði „milljóna sem kusu ólöglega“ væru dregin frá. Engar vísbendingar eru hins vegar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton, en þó vann hann á kjörmönnum með miklum meirihluta. Græni flokkurinn vinnur nú að því að láta endurtelja atkvæði þriggja mikilvægra ríkja, Michigan, Pennsylvania og Wisconsin, þar sem Trump vann með tiltölulega litlum mun. Til dæmis vann hann alla 16 kjörmenn Michigan með einungis 10.704 atkvæðum meira en Clinton, en alls voru greidd tæplega 4,8 milljónir atkvæða í ríkinu. Demókratar og Clinton hafa gengið til liðs við Græna flokkinn og hjálpa til við að reyna að fá endurtalninguna í gegn.Trump virðist hafa brugðist reiður við þeim fréttum en í gær sendi hann frá sér nokkur tíst um málið þar sem hann hélt því fram, án nokkurra sannanna, að milljónir hefðu kosið ólöglega og ef að kjörmannakerfið hefði ekki verið til staðar hefði hann samt unnið kosningarnar. Þingmenn úr bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum segja Trump hafa rangt fyrir sér. Sérfræðingar segja það einnig, en samkvæmt AFP fréttaveitunni, segja þeir einnig að ummæli Trump setji hættulegt fordæmi og dragi mögulega úr trausti fólks á lýðræði. Trump hélt því ítrekað fram fyrir kosningarnar að kerfið væri spillt og að verið væri að svindla á sér. Nú berst hann gegn því að atkvæði verði talin aftur.In addition to winning the Electoral College in a landslide, I won the popular vote if you deduct the millions of people who voted illegally— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 It would have been much easier for me to win the so-called popular vote than the Electoral College in that I would only campaign in 3 or 4--— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 states instead of the 15 states that I visited. I would have won even more easily and convincingly (but smaller states are forgotten)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 27, 2016 Serious voter fraud in Virginia, New Hampshire and California - so why isn't the media reporting on this? Serious bias - big problem!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 28, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira