Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 18:03 Það hefur reynst erfitt að mynda ríkisstjórn. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að vænlegra sé að mynda ríkisstjórn sem nái að koma sér saman um sterka málefnalega samstöðu fremur en að horft sé til þess að hún hafi sterkan meirihluta á bak við sig. Ýmsir hafa kallað eftir því að ný ríkisstjórn hafi breiða skírskotun frá hægri til vinstri svo hægt sé að mynda ríkisstjórn með sterkan meirihluta á bak við sig. Þetta sagði til að mynda Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hann skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir fyrstu atrennu sem fór út um þúfur fyrr í mánuðinum. „Ég held reyndar að í því breytta landslagi sem er í stjórnmálunum í dag, auknum fjölda flokka á þingi, þá er kannski eðlilegra að horfa til þess að ríkisstjórn sem mynduð er sé myndað utan um sterka samstöðu um málefni þar sem hugmyndafræðilegar líkir flokkar séu á ferðinni, frekar en að hún þurfi endilega að búa yfir sterkum meirihluta,“ segir Þorsteinn sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann telur að sagan hafi sýnt það að sterkur meirihluti sé ekki ávísun á sterka ríkisstjórn.Bjarni Benediktsson skömmu eftir að hann skilaði umboðinu.Vísir/VilhelmEkki viss um ágæti þess að mynda ríkisstjórn með „breiða skírskotun“ Seinni atrenna að stjórnarmyndun fór út um þúfur í vikunni eftir að viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar sigldu í strand. Þorsteinn segir að þar hafi hugmyndafræðilegur ágreiningur einfaldlega reynst of mikill en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit viðræðunum þegar í ljós kom að Viðreisn taldi sig ekki hafa nógu mikla sannfæringu fyrir viðræðunum. „Okkar upplifun var sú að þarna væri of breið hugmyndafræðileg gjá til þess að hægt væri að brúa hana með einföldu móti, þó svo að þarna væri flokkar saman í viðræðum sem ættu að spanna allt litrófið þá var of mikill meiningarmunur á milli manna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að slíkar viðræður, þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman, verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. „Ég er ekki viss um að meðaltalið út úr slíku samtali sé gott. Það verða allir að gefa eftir sín stefnumál og sameinast á endanum um afskaplega fátt,“ segir Þorsteinn.Frá síðari atrennu að stjórnarmyndunVísir/EyþórNæstu ríkisstjórn bíða erfiðar áskoranir Katrín skilaði inn umboði sínu til forseta í dag og er staðan þannig nú að enginn einn formaður er með stjórnarmyndunarumboðið. Reiknað er með að óformlegar viðræður flokka muni nú hefjast og vonast er til þess að um helgina muni einhverjir flokkar geta stigið fram með hugmyndir að sjórnarsamstarfi. Þorsteinn segir þó ljóst að sú ríkisstjórn sem mynduð verði, óháð því hvaða flokkar muni ná saman, muni þurfa að undirbúa sig undir það að geta mætt töluverðum andbyr í efnahagsmálum. „Það er augljóst að við erum búin að vera í sigla í gegnum mikið góðæri undanfarin ár. Við vitum að fenginni reynslu að við erum komin í efri hluta þess hagvaxtarskeiðs. Við getum ekki gengið að því vísu að þetta gangi svona út allt kjörtímabilið.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að vænlegra sé að mynda ríkisstjórn sem nái að koma sér saman um sterka málefnalega samstöðu fremur en að horft sé til þess að hún hafi sterkan meirihluta á bak við sig. Ýmsir hafa kallað eftir því að ný ríkisstjórn hafi breiða skírskotun frá hægri til vinstri svo hægt sé að mynda ríkisstjórn með sterkan meirihluta á bak við sig. Þetta sagði til að mynda Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hann skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir fyrstu atrennu sem fór út um þúfur fyrr í mánuðinum. „Ég held reyndar að í því breytta landslagi sem er í stjórnmálunum í dag, auknum fjölda flokka á þingi, þá er kannski eðlilegra að horfa til þess að ríkisstjórn sem mynduð er sé myndað utan um sterka samstöðu um málefni þar sem hugmyndafræðilegar líkir flokkar séu á ferðinni, frekar en að hún þurfi endilega að búa yfir sterkum meirihluta,“ segir Þorsteinn sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann telur að sagan hafi sýnt það að sterkur meirihluti sé ekki ávísun á sterka ríkisstjórn.Bjarni Benediktsson skömmu eftir að hann skilaði umboðinu.Vísir/VilhelmEkki viss um ágæti þess að mynda ríkisstjórn með „breiða skírskotun“ Seinni atrenna að stjórnarmyndun fór út um þúfur í vikunni eftir að viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar sigldu í strand. Þorsteinn segir að þar hafi hugmyndafræðilegur ágreiningur einfaldlega reynst of mikill en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit viðræðunum þegar í ljós kom að Viðreisn taldi sig ekki hafa nógu mikla sannfæringu fyrir viðræðunum. „Okkar upplifun var sú að þarna væri of breið hugmyndafræðileg gjá til þess að hægt væri að brúa hana með einföldu móti, þó svo að þarna væri flokkar saman í viðræðum sem ættu að spanna allt litrófið þá var of mikill meiningarmunur á milli manna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að slíkar viðræður, þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman, verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. „Ég er ekki viss um að meðaltalið út úr slíku samtali sé gott. Það verða allir að gefa eftir sín stefnumál og sameinast á endanum um afskaplega fátt,“ segir Þorsteinn.Frá síðari atrennu að stjórnarmyndunVísir/EyþórNæstu ríkisstjórn bíða erfiðar áskoranir Katrín skilaði inn umboði sínu til forseta í dag og er staðan þannig nú að enginn einn formaður er með stjórnarmyndunarumboðið. Reiknað er með að óformlegar viðræður flokka muni nú hefjast og vonast er til þess að um helgina muni einhverjir flokkar geta stigið fram með hugmyndir að sjórnarsamstarfi. Þorsteinn segir þó ljóst að sú ríkisstjórn sem mynduð verði, óháð því hvaða flokkar muni ná saman, muni þurfa að undirbúa sig undir það að geta mætt töluverðum andbyr í efnahagsmálum. „Það er augljóst að við erum búin að vera í sigla í gegnum mikið góðæri undanfarin ár. Við vitum að fenginni reynslu að við erum komin í efri hluta þess hagvaxtarskeiðs. Við getum ekki gengið að því vísu að þetta gangi svona út allt kjörtímabilið.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41