„Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2016 14:22 Guðni Th. Jóhannesson á blaðamannafundi á Bessastöðum fyrr í dag. Vísir/Anton Brink „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg lausn á þeim vanda þau eru í, það er ekki margt í stöðunni en ég held að þá sé líka ágætt að menn hvíli sig og reyni að sjá til lands, þetta er því skynsamlegt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur um ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að veita engum formlegt umboð til myndun ríkisstjórnar.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tilkynnti þetta á Bessastöðum fyrr í dag eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafði skilað umboðinu. Hún hafði umboðið í níu daga en þar áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, haft umboðið í 14 daga áður en hann skilaði því. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar.Getur haft heftandi áhrif Guðmundur telur þetta skynsamlegt af Guðna því stundum geti stjórnarmyndunarumboðið haft heftandi áhrif á umræðurnar. „Þessi hugmynd um stjórnarmyndunarumboð hefur bara orðið til, þetta er ekki í formlegum reglum. En það getur á vissan hátt haft heftandi áhrif á þá lifandi umræðu sem getur verið á milli flokkanna. Þá er búið að ákveða eitthvað mynstur en þarna eru þeir að finna út mynstrið sem er líklegast til að skila árangri og segja Guðna hvað það er. Þetta opnar þessar samningaviðræður aðeins meira en ef einhver einn er með umboðið. Hvort þetta skilar árangri á eftir að koma í ljós,“ segir Guðmundur. Guðni sagði fordæmi fyrir þessari ákvörðun og segir Guðmundar það vissulega vera svo. Það var árið 1979 þegar ekki tókst að mynda ríkisstjórn og Kristján Eldjárn þáverandi forseti Íslands var tilbúinn með utanþingsstjórn. Þá gekk Gunnar Thoroddsen til fundar við hann og sagðist geta myndað stjórn og fékk í kjölfarið umboðið.Margt sem forsetinn stjórnar ekki Guðmundur segir Guðna enn með allt í eðlilegu ferli en það sé samt margt sem Guðni stjórnar hreinlega ekki við þessar stjórnarmyndunarviðræður. „Þetta er alvarleg staða og ljóst strax eftir kosningar að þetta yrði ekki auðvelt. Það er alltaf að sannast núna að annars vegar var þingmeirihlutinn mjög tæpur, annars vegar til hægri með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð sem hefði orðið tæpur meirihluti, og hins vegar til vinstri. Þar voru svo margir flokkar, það er alltaf erfitt að komast að niðurstöðu þegar eru svona margir flokkar,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að nú muni væntanlega koma nýir möguleikar inn í myndina og að það muni jafnframt mögulega þrengjast um þessa augljósu kosti. „Þá kemur kannski Framsóknarflokkurinn til sögunnar,“ segir Guðmundur en Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar.Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.Vísir/ErnirEkkert víst að Ólafur Ragnar hefði gert betur Fyrir forsetakosningarnar síðastliðið sumar hafði Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, boðað að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Nefndi hann eina af helstu ástæðunum fyrir þeirri ákvörðun að stjórnarmyndunarviðræður eftir komandi þingkosningar ættu eftir að reynast snúnar og því gæti reynsla hans nýst í þeirri stöðu. Spurður hvort þetta ferli allt saman hefði gengið betur með Ólaf Ragnar í forsetaembættinu segir Guðmundur það alls óvíst. „Þetta hefði jafnvel geta gengið verr í sjálfu sér. Forsetinn myndar ekki stjórn, hann situr ekki þarna með þingmönnum og myndar stjórn. Það getur verið undir vissum kringumstæðum sem forsetinn á í sterkum tengslum við einhver stjórnmálaforingja sem hann getur leiðbeint, en annars getur hann flutt fyrirlestra. Það eru stjórnmálamennirnir sem verða að gera þetta og forsetinn getur ekkert barið þá saman. Það getur haft þveröfug áhrif ef hann skiptir sér af.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Ég held að þetta sé mjög skynsamleg lausn á þeim vanda þau eru í, það er ekki margt í stöðunni en ég held að þá sé líka ágætt að menn hvíli sig og reyni að sjá til lands, þetta er því skynsamlegt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur um ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að veita engum formlegt umboð til myndun ríkisstjórnar.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tilkynnti þetta á Bessastöðum fyrr í dag eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafði skilað umboðinu. Hún hafði umboðið í níu daga en þar áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, haft umboðið í 14 daga áður en hann skilaði því. Guðni sagði á blaðamannafundinum fyrr í dag að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar.Getur haft heftandi áhrif Guðmundur telur þetta skynsamlegt af Guðna því stundum geti stjórnarmyndunarumboðið haft heftandi áhrif á umræðurnar. „Þessi hugmynd um stjórnarmyndunarumboð hefur bara orðið til, þetta er ekki í formlegum reglum. En það getur á vissan hátt haft heftandi áhrif á þá lifandi umræðu sem getur verið á milli flokkanna. Þá er búið að ákveða eitthvað mynstur en þarna eru þeir að finna út mynstrið sem er líklegast til að skila árangri og segja Guðna hvað það er. Þetta opnar þessar samningaviðræður aðeins meira en ef einhver einn er með umboðið. Hvort þetta skilar árangri á eftir að koma í ljós,“ segir Guðmundur. Guðni sagði fordæmi fyrir þessari ákvörðun og segir Guðmundar það vissulega vera svo. Það var árið 1979 þegar ekki tókst að mynda ríkisstjórn og Kristján Eldjárn þáverandi forseti Íslands var tilbúinn með utanþingsstjórn. Þá gekk Gunnar Thoroddsen til fundar við hann og sagðist geta myndað stjórn og fékk í kjölfarið umboðið.Margt sem forsetinn stjórnar ekki Guðmundur segir Guðna enn með allt í eðlilegu ferli en það sé samt margt sem Guðni stjórnar hreinlega ekki við þessar stjórnarmyndunarviðræður. „Þetta er alvarleg staða og ljóst strax eftir kosningar að þetta yrði ekki auðvelt. Það er alltaf að sannast núna að annars vegar var þingmeirihlutinn mjög tæpur, annars vegar til hægri með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð sem hefði orðið tæpur meirihluti, og hins vegar til vinstri. Þar voru svo margir flokkar, það er alltaf erfitt að komast að niðurstöðu þegar eru svona margir flokkar,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að nú muni væntanlega koma nýir möguleikar inn í myndina og að það muni jafnframt mögulega þrengjast um þessa augljósu kosti. „Þá kemur kannski Framsóknarflokkurinn til sögunnar,“ segir Guðmundur en Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar.Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.Vísir/ErnirEkkert víst að Ólafur Ragnar hefði gert betur Fyrir forsetakosningarnar síðastliðið sumar hafði Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, boðað að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Nefndi hann eina af helstu ástæðunum fyrir þeirri ákvörðun að stjórnarmyndunarviðræður eftir komandi þingkosningar ættu eftir að reynast snúnar og því gæti reynsla hans nýst í þeirri stöðu. Spurður hvort þetta ferli allt saman hefði gengið betur með Ólaf Ragnar í forsetaembættinu segir Guðmundur það alls óvíst. „Þetta hefði jafnvel geta gengið verr í sjálfu sér. Forsetinn myndar ekki stjórn, hann situr ekki þarna með þingmönnum og myndar stjórn. Það getur verið undir vissum kringumstæðum sem forsetinn á í sterkum tengslum við einhver stjórnmálaforingja sem hann getur leiðbeint, en annars getur hann flutt fyrirlestra. Það eru stjórnmálamennirnir sem verða að gera þetta og forsetinn getur ekkert barið þá saman. Það getur haft þveröfug áhrif ef hann skiptir sér af.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent