Leiðir Katrínar lokaðar Snærós Sindradóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/Eyþór Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira