Líklegt að Katrín skili umboðinu til forseta á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2016 19:30 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ákveður eftir þingflokksfund í fyrramálið hvort hún skilar umboði sínu til stjórnarmyndunar til forseta Íslands. Miklar samræður hafa átt sér stað á bakvið tjöldin milli forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag, en ekki er víst að forseti Íslands veiti einhverjum öðrum stjórnarumboð strax, þótt Katrín skili umboðinu. Katrín fundaði með forseta Íslands í morgun þar sem hún fór yfir stöðu mála án þess þó að skila inn umboði sínu til stjórnarmyndunar. Um klukkan hálf ellefu tóku þingmenn Vinstri grænna svo að tínast í alþingishúsið til fundar við formanninn. Þar var rætt hvot hún ætti að skila umboðinu eftir hádegi í dag eða reyna samtal við aðra flokka. „Ég hef heyrt í formönnum annarra flokka í dag og farið yfir stöðuna. Það má segja að samtöl dagsins hafi ekki beint fjölgað valkostum í þessari stöðu. Þannig að ég mun halda áfram að nýta kvöldið í þetta og fara svo yfir stöðuna á þingflokksfundi í fyrramálið á nýjan leik,“ sagði Katrín síðdegis.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/StefánHún hafi meðal annars skoðað möguleikann á að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í viðræður um fjölflokka stjórn. „Já, ég hef þreifað á þeim möguleikum og mér sýnist vera vankvæði á því. Bæði að hálfu Framsóknarflokksins og líka að hálfu einhverra annarra flokka,“ sagði Katrín. Nú þegar tveir formenn hafa reynt með sér við stjórnarmyndun þar sem nánast allir flokkar koma við sögu er ekki vist að forsetinn deili strax út umboðinu þótt Katrín skilaði því á morgun. Þar gæti Guðni Th. Jóhannesson leitað í smiðju Kristján Eldjárns sem við svipaðar aðstæður lét nokkra daga líða eftir stjórnarmyndunartilraunir til að gefa öllum tækifæri á að tala við alla. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki þýða að leggjast aðgerðarlaus undir sæng þótt í ljós komi að svigrúm í ríkisfjármálum sé minna en menn töldu fyrir kosningar. Verkefnin framundan hafi ekkert breyst„Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi. Sem undrast að Viðreisn hafi ekki áttað sig á stöðu ríkisfjármála í fyrri viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Forseti Íslands hafði orð á því þegar hann veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunarviðræðna á miðvikudag fyrir viku að það styttist í að þing þyrfti að koma saman.Telur þú að þing þurfi að fara að koma saman? „Já, það liggur náttúrlega fyrir að það þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir þingið. Það þarf að gerast öðru hvoru megin við mánaðamótin myndi ég telja. Nú kann vel að vera að það verði búið að mynda ríkisstjórn. En þótt að það hafi ekki verið klárað fyrir þann tíma held ég að það sé mikilvægt að þing komi saman og takist á við það verkefni að ljúka fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34 Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ákveður eftir þingflokksfund í fyrramálið hvort hún skilar umboði sínu til stjórnarmyndunar til forseta Íslands. Miklar samræður hafa átt sér stað á bakvið tjöldin milli forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag, en ekki er víst að forseti Íslands veiti einhverjum öðrum stjórnarumboð strax, þótt Katrín skili umboðinu. Katrín fundaði með forseta Íslands í morgun þar sem hún fór yfir stöðu mála án þess þó að skila inn umboði sínu til stjórnarmyndunar. Um klukkan hálf ellefu tóku þingmenn Vinstri grænna svo að tínast í alþingishúsið til fundar við formanninn. Þar var rætt hvot hún ætti að skila umboðinu eftir hádegi í dag eða reyna samtal við aðra flokka. „Ég hef heyrt í formönnum annarra flokka í dag og farið yfir stöðuna. Það má segja að samtöl dagsins hafi ekki beint fjölgað valkostum í þessari stöðu. Þannig að ég mun halda áfram að nýta kvöldið í þetta og fara svo yfir stöðuna á þingflokksfundi í fyrramálið á nýjan leik,“ sagði Katrín síðdegis.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/StefánHún hafi meðal annars skoðað möguleikann á að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í viðræður um fjölflokka stjórn. „Já, ég hef þreifað á þeim möguleikum og mér sýnist vera vankvæði á því. Bæði að hálfu Framsóknarflokksins og líka að hálfu einhverra annarra flokka,“ sagði Katrín. Nú þegar tveir formenn hafa reynt með sér við stjórnarmyndun þar sem nánast allir flokkar koma við sögu er ekki vist að forsetinn deili strax út umboðinu þótt Katrín skilaði því á morgun. Þar gæti Guðni Th. Jóhannesson leitað í smiðju Kristján Eldjárns sem við svipaðar aðstæður lét nokkra daga líða eftir stjórnarmyndunartilraunir til að gefa öllum tækifæri á að tala við alla. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki þýða að leggjast aðgerðarlaus undir sæng þótt í ljós komi að svigrúm í ríkisfjármálum sé minna en menn töldu fyrir kosningar. Verkefnin framundan hafi ekkert breyst„Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi. Sem undrast að Viðreisn hafi ekki áttað sig á stöðu ríkisfjármála í fyrri viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Forseti Íslands hafði orð á því þegar hann veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunarviðræðna á miðvikudag fyrir viku að það styttist í að þing þyrfti að koma saman.Telur þú að þing þurfi að fara að koma saman? „Já, það liggur náttúrlega fyrir að það þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir þingið. Það þarf að gerast öðru hvoru megin við mánaðamótin myndi ég telja. Nú kann vel að vera að það verði búið að mynda ríkisstjórn. En þótt að það hafi ekki verið klárað fyrir þann tíma held ég að það sé mikilvægt að þing komi saman og takist á við það verkefni að ljúka fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34 Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34
Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent