Líklegt að Katrín skili umboðinu til forseta á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2016 19:30 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ákveður eftir þingflokksfund í fyrramálið hvort hún skilar umboði sínu til stjórnarmyndunar til forseta Íslands. Miklar samræður hafa átt sér stað á bakvið tjöldin milli forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag, en ekki er víst að forseti Íslands veiti einhverjum öðrum stjórnarumboð strax, þótt Katrín skili umboðinu. Katrín fundaði með forseta Íslands í morgun þar sem hún fór yfir stöðu mála án þess þó að skila inn umboði sínu til stjórnarmyndunar. Um klukkan hálf ellefu tóku þingmenn Vinstri grænna svo að tínast í alþingishúsið til fundar við formanninn. Þar var rætt hvot hún ætti að skila umboðinu eftir hádegi í dag eða reyna samtal við aðra flokka. „Ég hef heyrt í formönnum annarra flokka í dag og farið yfir stöðuna. Það má segja að samtöl dagsins hafi ekki beint fjölgað valkostum í þessari stöðu. Þannig að ég mun halda áfram að nýta kvöldið í þetta og fara svo yfir stöðuna á þingflokksfundi í fyrramálið á nýjan leik,“ sagði Katrín síðdegis.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/StefánHún hafi meðal annars skoðað möguleikann á að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í viðræður um fjölflokka stjórn. „Já, ég hef þreifað á þeim möguleikum og mér sýnist vera vankvæði á því. Bæði að hálfu Framsóknarflokksins og líka að hálfu einhverra annarra flokka,“ sagði Katrín. Nú þegar tveir formenn hafa reynt með sér við stjórnarmyndun þar sem nánast allir flokkar koma við sögu er ekki vist að forsetinn deili strax út umboðinu þótt Katrín skilaði því á morgun. Þar gæti Guðni Th. Jóhannesson leitað í smiðju Kristján Eldjárns sem við svipaðar aðstæður lét nokkra daga líða eftir stjórnarmyndunartilraunir til að gefa öllum tækifæri á að tala við alla. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki þýða að leggjast aðgerðarlaus undir sæng þótt í ljós komi að svigrúm í ríkisfjármálum sé minna en menn töldu fyrir kosningar. Verkefnin framundan hafi ekkert breyst„Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi. Sem undrast að Viðreisn hafi ekki áttað sig á stöðu ríkisfjármála í fyrri viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Forseti Íslands hafði orð á því þegar hann veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunarviðræðna á miðvikudag fyrir viku að það styttist í að þing þyrfti að koma saman.Telur þú að þing þurfi að fara að koma saman? „Já, það liggur náttúrlega fyrir að það þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir þingið. Það þarf að gerast öðru hvoru megin við mánaðamótin myndi ég telja. Nú kann vel að vera að það verði búið að mynda ríkisstjórn. En þótt að það hafi ekki verið klárað fyrir þann tíma held ég að það sé mikilvægt að þing komi saman og takist á við það verkefni að ljúka fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34 Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ákveður eftir þingflokksfund í fyrramálið hvort hún skilar umboði sínu til stjórnarmyndunar til forseta Íslands. Miklar samræður hafa átt sér stað á bakvið tjöldin milli forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag, en ekki er víst að forseti Íslands veiti einhverjum öðrum stjórnarumboð strax, þótt Katrín skili umboðinu. Katrín fundaði með forseta Íslands í morgun þar sem hún fór yfir stöðu mála án þess þó að skila inn umboði sínu til stjórnarmyndunar. Um klukkan hálf ellefu tóku þingmenn Vinstri grænna svo að tínast í alþingishúsið til fundar við formanninn. Þar var rætt hvot hún ætti að skila umboðinu eftir hádegi í dag eða reyna samtal við aðra flokka. „Ég hef heyrt í formönnum annarra flokka í dag og farið yfir stöðuna. Það má segja að samtöl dagsins hafi ekki beint fjölgað valkostum í þessari stöðu. Þannig að ég mun halda áfram að nýta kvöldið í þetta og fara svo yfir stöðuna á þingflokksfundi í fyrramálið á nýjan leik,“ sagði Katrín síðdegis.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/StefánHún hafi meðal annars skoðað möguleikann á að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í viðræður um fjölflokka stjórn. „Já, ég hef þreifað á þeim möguleikum og mér sýnist vera vankvæði á því. Bæði að hálfu Framsóknarflokksins og líka að hálfu einhverra annarra flokka,“ sagði Katrín. Nú þegar tveir formenn hafa reynt með sér við stjórnarmyndun þar sem nánast allir flokkar koma við sögu er ekki vist að forsetinn deili strax út umboðinu þótt Katrín skilaði því á morgun. Þar gæti Guðni Th. Jóhannesson leitað í smiðju Kristján Eldjárns sem við svipaðar aðstæður lét nokkra daga líða eftir stjórnarmyndunartilraunir til að gefa öllum tækifæri á að tala við alla. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki þýða að leggjast aðgerðarlaus undir sæng þótt í ljós komi að svigrúm í ríkisfjármálum sé minna en menn töldu fyrir kosningar. Verkefnin framundan hafi ekkert breyst„Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi. Sem undrast að Viðreisn hafi ekki áttað sig á stöðu ríkisfjármála í fyrri viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Forseti Íslands hafði orð á því þegar hann veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunarviðræðna á miðvikudag fyrir viku að það styttist í að þing þyrfti að koma saman.Telur þú að þing þurfi að fara að koma saman? „Já, það liggur náttúrlega fyrir að það þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir þingið. Það þarf að gerast öðru hvoru megin við mánaðamótin myndi ég telja. Nú kann vel að vera að það verði búið að mynda ríkisstjórn. En þótt að það hafi ekki verið klárað fyrir þann tíma held ég að það sé mikilvægt að þing komi saman og takist á við það verkefni að ljúka fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34 Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34
Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40