Eiríkur Bergmann: „Farið að glitta í stjórnarkreppu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2016 19:04 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að glitta sé farið í stjórnarkreppu eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit stjórnarmyndunarviðræðum fyrr í dag. Eftir nokkra daga viðræður á milli VG, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar kom í ljós að of langt væri á milli í málefnum á borð við sjávarútvegs- og skattamálum og því var ákveðið að slíta viðræðunum. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, freistað þess að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn án árangurs. Ljóst er að nú þarf að minnsta kosti þriðju tilraunina til að mynda ríkisstjórn og segir Eiríkur Bergmann að staðan í stjórnmálunum sé því flókin. „Hún er orðin mjög snúin og þetta er orðið afar flókið. Tveir augljósustu kostirnir á borðinu eru núna fyrir bí. Núna tekur við meira skapandi vinna í stjórnmálunm heldur en að við höfum séð í langa tíð,“ segir Eiríkur Bergmann. Katrín sagði að hún myndi hugsa um næstu skref í kvöld og í nótt áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún myndi skila umboðinu aftur. Eiríkur segir að hún hafi enn nokkra kosti í stöðunni. „Hún getur leitað til Sjálfstæðisflokksins og fengið þá með sér hugsanlega Bjarta framtíð sem er nokkuð sem sumir í Vinstri grænum gætu hugsað sér. Björt framtíð og Viðreisn eru auðvitað svolítið bundin saman, þá gæti Samfylkingin dugað inn í þetta,“ segir Eiríkur Bergmann. Skili hún umboðinu reyni á Guðni Th. Jóhanesson, forseta Íslands og ekki sé víst hver myndi fá umboðið næst. „Hann hefur veitt umboðið í stærðarröð og samkvæmt því ættu Píratar næst að fá umboðið. En síðan hefur Benedikt Jóhannesson beðið um umboðið. Hann gæti því leitað þangað,“ segir Eiríkur Bergmann sem útilokar ekki að VG leiti til Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að Katrín hafi áður hafnað slíkum valkosti. „Nú reynir á manninn, það er engin spurning. Það er farið að glitta í stjórnarkreppu í landinu. Það er ekki komin stjórnarkreppa. Katrín fær nóttina til að hugsa sig um hvort hún reyni áfram. Skili hún umboðinu á morgun þarf Guðni að meta stöðuna alveg upp á nýtt,“ segir Eiríkur Bergmann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að glitta sé farið í stjórnarkreppu eftir að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit stjórnarmyndunarviðræðum fyrr í dag. Eftir nokkra daga viðræður á milli VG, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar kom í ljós að of langt væri á milli í málefnum á borð við sjávarútvegs- og skattamálum og því var ákveðið að slíta viðræðunum. Áður hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, freistað þess að mynda ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Viðreisn án árangurs. Ljóst er að nú þarf að minnsta kosti þriðju tilraunina til að mynda ríkisstjórn og segir Eiríkur Bergmann að staðan í stjórnmálunum sé því flókin. „Hún er orðin mjög snúin og þetta er orðið afar flókið. Tveir augljósustu kostirnir á borðinu eru núna fyrir bí. Núna tekur við meira skapandi vinna í stjórnmálunm heldur en að við höfum séð í langa tíð,“ segir Eiríkur Bergmann. Katrín sagði að hún myndi hugsa um næstu skref í kvöld og í nótt áður en hún tæki ákvörðun um hvort hún myndi skila umboðinu aftur. Eiríkur segir að hún hafi enn nokkra kosti í stöðunni. „Hún getur leitað til Sjálfstæðisflokksins og fengið þá með sér hugsanlega Bjarta framtíð sem er nokkuð sem sumir í Vinstri grænum gætu hugsað sér. Björt framtíð og Viðreisn eru auðvitað svolítið bundin saman, þá gæti Samfylkingin dugað inn í þetta,“ segir Eiríkur Bergmann. Skili hún umboðinu reyni á Guðni Th. Jóhanesson, forseta Íslands og ekki sé víst hver myndi fá umboðið næst. „Hann hefur veitt umboðið í stærðarröð og samkvæmt því ættu Píratar næst að fá umboðið. En síðan hefur Benedikt Jóhannesson beðið um umboðið. Hann gæti því leitað þangað,“ segir Eiríkur Bergmann sem útilokar ekki að VG leiti til Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að Katrín hafi áður hafnað slíkum valkosti. „Nú reynir á manninn, það er engin spurning. Það er farið að glitta í stjórnarkreppu í landinu. Það er ekki komin stjórnarkreppa. Katrín fær nóttina til að hugsa sig um hvort hún reyni áfram. Skili hún umboðinu á morgun þarf Guðni að meta stöðuna alveg upp á nýtt,“ segir Eiríkur Bergmann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47 Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00 Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41
Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Staðan mjög snúin segir Benedikt en Birgitta segir að svo virðist sem flokkanir geti ekki unnið saman alla leið og þá þurfi mögulega að gera eitthvað öðruvísi. 23. nóvember 2016 18:47
Píratar um viðræðuslitin: „Mikil vonbrigði að ekki hafi orðið af þessu sögulega tækifæri“ Segja að engin stefnumál Pírata hafi staðið í vegi fyrir stjórnarmyndun. 23. nóvember 2016 18:00
Katrín og Benedikt funduðu undir fjögur augu Fundi formannanna fimm sem hefjast átti klukkan 16 frestað til klukkan 17. 23. nóvember 2016 16:05