Trump kynnir fyrstu aðgerðir sínar Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi. Nordicphotos/AFP Vísir/AFP Donald Trump hefur, bæði fyrir og eftir forsetakosningar, sent frá sér ýmsar yfirlýsingar um það hver verði fyrstu verk hans í embætti. Þar á meðal ætlar hann að draga Bandaríkin út úr fjölþjóðlegum fríverslunarsamningum á borð við TPP og NAFTA. Einnig segist hann staðráðinn í að ryðja hindrunum úr vegi orkufyrirtækja, meðal annars þeirra sem vilja stunda bergbrot og kolanám. „Þetta er það sem við viljum og þetta er það sem við höfum beðið eftir,“ segir hann um þessi áherslumál. Þá ætlar hann að einfalda stjórnkerfi Bandaríkjanna og tryggja að fyrrverandi embættismenn geti ekki ráðið sig í hagsmunagæslu á vegum fyrirtækja eða erlendra ríkja. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá CNN telja 53 prósent Bandaríkjamanna að hann muni standa sig vel, eða sæmilega vel, sem forseti. Þá segjast 40 prósent hafa mikla trú á að hann standi sig vel í efnahagsmálum. CNN bendir á að Trump njóti að þessu leyti meiri stuðnings en Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan áður en þeir tóku við embætti í fyrsta sinn. Samkvæmt annarri skoðanakönnun, á vegum Pew Research, eru Bandaríkjamenn hins vegar mun svartsýnni á samskipti hvítra og svartra heldur en þeir voru fyrir átta árum, þegar Barack Obama var að búa sig undir að taka við í Hvíta húsinu. Um 46 prósent þeirra telja að samskipti hópanna muni versna, og sérstaklega óttast þeldökkir íbúar þetta því 74 prósent þeirra segjast telja að samskiptin muni versna. Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi og lofar að láta hendur standa fram úr ermum strax frá fyrsta degi. Í lok október birti hann á vefsíðu sinni svokallaðan samning við þjóðina um verk sín fyrstu hundrað dagana í embætti. Á mánudag birti hann svo myndband á YouTube þar sem hann telur upp nokkur þeirra mála sem hann ætlar að vinda sér í strax fyrsta daginn. Listinn frá því í október er töluvert ítarlegri, en þar kemur meðal annars fram að hann ætli að leggja niður fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og leggja niður ýmsar bandarískar reglur um umhverfisvernd. Hann ætlar einnig að loka á innflytjendur frá heimshlutum þar sem „tilhneiging er til hryðjuverka“ og senda úr landi ólöglega innflytjendur sem hafa brotið lög í Bandaríkjunum. Hér er einungis fátt eitt talið, en Trump þarf samþykki þingsins fyrir sumum þessara aðgerða. Aðrar getur hann þó ákveðið upp á eigin spýtur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57 Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Donald Trump hefur, bæði fyrir og eftir forsetakosningar, sent frá sér ýmsar yfirlýsingar um það hver verði fyrstu verk hans í embætti. Þar á meðal ætlar hann að draga Bandaríkin út úr fjölþjóðlegum fríverslunarsamningum á borð við TPP og NAFTA. Einnig segist hann staðráðinn í að ryðja hindrunum úr vegi orkufyrirtækja, meðal annars þeirra sem vilja stunda bergbrot og kolanám. „Þetta er það sem við viljum og þetta er það sem við höfum beðið eftir,“ segir hann um þessi áherslumál. Þá ætlar hann að einfalda stjórnkerfi Bandaríkjanna og tryggja að fyrrverandi embættismenn geti ekki ráðið sig í hagsmunagæslu á vegum fyrirtækja eða erlendra ríkja. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá CNN telja 53 prósent Bandaríkjamanna að hann muni standa sig vel, eða sæmilega vel, sem forseti. Þá segjast 40 prósent hafa mikla trú á að hann standi sig vel í efnahagsmálum. CNN bendir á að Trump njóti að þessu leyti meiri stuðnings en Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan áður en þeir tóku við embætti í fyrsta sinn. Samkvæmt annarri skoðanakönnun, á vegum Pew Research, eru Bandaríkjamenn hins vegar mun svartsýnni á samskipti hvítra og svartra heldur en þeir voru fyrir átta árum, þegar Barack Obama var að búa sig undir að taka við í Hvíta húsinu. Um 46 prósent þeirra telja að samskipti hópanna muni versna, og sérstaklega óttast þeldökkir íbúar þetta því 74 prósent þeirra segjast telja að samskiptin muni versna. Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi og lofar að láta hendur standa fram úr ermum strax frá fyrsta degi. Í lok október birti hann á vefsíðu sinni svokallaðan samning við þjóðina um verk sín fyrstu hundrað dagana í embætti. Á mánudag birti hann svo myndband á YouTube þar sem hann telur upp nokkur þeirra mála sem hann ætlar að vinda sér í strax fyrsta daginn. Listinn frá því í október er töluvert ítarlegri, en þar kemur meðal annars fram að hann ætli að leggja niður fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og leggja niður ýmsar bandarískar reglur um umhverfisvernd. Hann ætlar einnig að loka á innflytjendur frá heimshlutum þar sem „tilhneiging er til hryðjuverka“ og senda úr landi ólöglega innflytjendur sem hafa brotið lög í Bandaríkjunum. Hér er einungis fátt eitt talið, en Trump þarf samþykki þingsins fyrir sumum þessara aðgerða. Aðrar getur hann þó ákveðið upp á eigin spýtur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57 Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57
Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27