Við höfum fengið nóg Meistaraflokkur Fram í knattspyrnu kvenna skrifar 22. nóvember 2016 15:23 Eftir að tímabili meistaraflokks kvenna í Fram lauk í ágúst var það orðið ljóst að þjálfarinn myndi ekki halda áfram með liðið þar sem hans samningur var útrunnin og hann tók við öðrum spennandi verkefnum. Við tók hlé á æfingartíma eins og gengur og gerist og við átti að taka leit að nýjum þjálfara. Þegar þessi grein er rituð er kominn 22. nóvember og enn er engin niðurstaða komin í málið. Kjarninn sem hefur áhuga á að halda áfram eru um 10 leikmenn og því orðnir verulega þreyttir að fá engin svör. Ítrekað hafa leikmenn óskað eftir svörum um framhaldið en lítil sem engin svör að fá. Vandamálið er þó ekki að engan þjálfara sé að finna en að vitund leikmanna hafa nú þegar tveir þjálfarar sýnt starfinu áhuga. Það er greinilegt að forgangsatriði félagsins sé á meistaraflokk karla en þar er þjálfari, aðstoðarþjálfari og hefur liðið verið að sanka að sér leikmönnum fyrir næsta tímabil ásamt því að liðið er komið á fullt í æfingum og nú þegar búið að skipuleggja æfingaleiki. Á meðan situr meistaraflokkur kvenna á hakanum og kjarninn sem vill ekki gefa upp bátinn mætir og reynir að halda hópnum saman tvo daga í viku. Áhugi stjórnarmanna virðist lítill sem enginn og hafa leikmenn það á tilfinninguni að kvennaboltinn sé ekki það sem félagið leggur áherslu á. Fyrir jafn stórt félag og Fram er hefði maður ætlað að þeir vilji vera með gott starf í meistaraflokki kvenna þar sem yngri leikmenn hafa að einhverju að stefna og líta upp til en sú er ekki raunin í dag. Eins og staðan er í dag hefur meirihluti leikmanna leitað á önnur mið og fundið sér ný félög. Árið er 2016, kjarninn af stelpum sem vilja spila saman er til staðar en áhugi félagsins er enginn. Þetta höfum við því miður fundið alltof mikið fyrir og farið versnandi eftir því sem líður á. Munurinn á umgjörð meistaraflokkanna er gríðarlegur en á meðan allir leikmenn meistaraflokks karla eru með samninga, þvott á æfingafatnaði, sjúkraþjálfara á æfingum, tvo þjálfara auk markmannsþjálfara eru aðeins nokkrar í meistaraflokki kvenna með samning, voru með einn þjálfara en eins og er engan og einn sjúkraþjálfara aðeins á leikjum yfir sumartímann. Eins og við höfum nefnt hafa leikmenn mætt sjálfar á æfingar frá því í október og stjórnað þeim, án þess að nokkur stjórnarmaður félagsins hafi sett út á það eða fengið nokkurn mann til aðstoðar á þessu „tímabundna” ástandi. Leikmönnum meistaraflokks er nóg boðið og viljum við vekja athygli á þessu. Ef fáar sem engar stelpur hefðu áhuga á að æfa væri skilningurinn meiri en það sorglega er að svo er ekki. Hver er framtíð félagsins og hver er framtíð ungra og efnilegra kvenna í félaginu. Kveðja Mfl. Kvk Fram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Eftir að tímabili meistaraflokks kvenna í Fram lauk í ágúst var það orðið ljóst að þjálfarinn myndi ekki halda áfram með liðið þar sem hans samningur var útrunnin og hann tók við öðrum spennandi verkefnum. Við tók hlé á æfingartíma eins og gengur og gerist og við átti að taka leit að nýjum þjálfara. Þegar þessi grein er rituð er kominn 22. nóvember og enn er engin niðurstaða komin í málið. Kjarninn sem hefur áhuga á að halda áfram eru um 10 leikmenn og því orðnir verulega þreyttir að fá engin svör. Ítrekað hafa leikmenn óskað eftir svörum um framhaldið en lítil sem engin svör að fá. Vandamálið er þó ekki að engan þjálfara sé að finna en að vitund leikmanna hafa nú þegar tveir þjálfarar sýnt starfinu áhuga. Það er greinilegt að forgangsatriði félagsins sé á meistaraflokk karla en þar er þjálfari, aðstoðarþjálfari og hefur liðið verið að sanka að sér leikmönnum fyrir næsta tímabil ásamt því að liðið er komið á fullt í æfingum og nú þegar búið að skipuleggja æfingaleiki. Á meðan situr meistaraflokkur kvenna á hakanum og kjarninn sem vill ekki gefa upp bátinn mætir og reynir að halda hópnum saman tvo daga í viku. Áhugi stjórnarmanna virðist lítill sem enginn og hafa leikmenn það á tilfinninguni að kvennaboltinn sé ekki það sem félagið leggur áherslu á. Fyrir jafn stórt félag og Fram er hefði maður ætlað að þeir vilji vera með gott starf í meistaraflokki kvenna þar sem yngri leikmenn hafa að einhverju að stefna og líta upp til en sú er ekki raunin í dag. Eins og staðan er í dag hefur meirihluti leikmanna leitað á önnur mið og fundið sér ný félög. Árið er 2016, kjarninn af stelpum sem vilja spila saman er til staðar en áhugi félagsins er enginn. Þetta höfum við því miður fundið alltof mikið fyrir og farið versnandi eftir því sem líður á. Munurinn á umgjörð meistaraflokkanna er gríðarlegur en á meðan allir leikmenn meistaraflokks karla eru með samninga, þvott á æfingafatnaði, sjúkraþjálfara á æfingum, tvo þjálfara auk markmannsþjálfara eru aðeins nokkrar í meistaraflokki kvenna með samning, voru með einn þjálfara en eins og er engan og einn sjúkraþjálfara aðeins á leikjum yfir sumartímann. Eins og við höfum nefnt hafa leikmenn mætt sjálfar á æfingar frá því í október og stjórnað þeim, án þess að nokkur stjórnarmaður félagsins hafi sett út á það eða fengið nokkurn mann til aðstoðar á þessu „tímabundna” ástandi. Leikmönnum meistaraflokks er nóg boðið og viljum við vekja athygli á þessu. Ef fáar sem engar stelpur hefðu áhuga á að æfa væri skilningurinn meiri en það sorglega er að svo er ekki. Hver er framtíð félagsins og hver er framtíð ungra og efnilegra kvenna í félaginu. Kveðja Mfl. Kvk Fram
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar