LeBron James gefur safni 283 milljónir króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 15:00 LeBron James. Vísir/Getty NBA-leikmaðurinn LeBron James ætlar að sjá til þess að hnefaleikakappinn Muhammad Ali fá áfram veglegan sess í Safni Smithsonian í Washington um sögu og menningu blökkumanna í Bandaríkjunum eða National Museum of African American History and Culture. LeBron James ætlar að leggja til 2,5 milljónir dollara, 283 milljónir íslenskra króna, til uppsetningu á sýningunni „Muhammad Ali: A Force for Change“ sem verður sett upp hjá Smithsonian. „Muhammad Ali er hornsteinninn hjá mér sem íþróttamanni vegna þessa sem hann stóð fyrir og þá ekki bara inn í hringnum heldur utan hans líka,“ sagði LeBron James við USA Today Sports. LeBron James leggur til peninginn ásamt viðskiptafélaga sínum Maverick Carter og góðgerðastofnun sinni. „Þessi stuðningur hans mun hjálpa okkur að halda sögu Muhammad Ali á lofti og sýna um leið íþróttafólkinu okkar hversu mikilvægt það ef fyrir okkur að berjast fyrir því sem okkur finnst vera rétt,“ sagði Lonnie Bunch, yfirmaður og stofnandi safnsins. LeBron James er ekki sá eini til að leggja til stóra upphæð því áður hafði Michael Jordan gefið fimm milljón dollara þegar sýningin opnaði í september. Muhammad Ali lést í júní síðastliðnum þá 74 ára að aldri. Hann var einn merkasti íþróttamaður tuttugustu aldarinnar og margfaldur heimsmeistari. „LeBron sýnir með þessu ótrúlegt örlæti. Þessi sýning mun sjá til þess, að börn sem heimsækja Smithsonian, fá nú tækifæri til að læra um starf Muhammad utan hringsins, sérstaklega þegar kemur að mannúðar- og réttindamálum. Ef Muhammad væri á lífi í dag þá þætti honum sér vera sýndur mikinn heiður með þessu,“ sagði eftirlifandi eiginkona Muhammad Ali, Lonnie Ali, um gjöf LeBron James. Box NBA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
NBA-leikmaðurinn LeBron James ætlar að sjá til þess að hnefaleikakappinn Muhammad Ali fá áfram veglegan sess í Safni Smithsonian í Washington um sögu og menningu blökkumanna í Bandaríkjunum eða National Museum of African American History and Culture. LeBron James ætlar að leggja til 2,5 milljónir dollara, 283 milljónir íslenskra króna, til uppsetningu á sýningunni „Muhammad Ali: A Force for Change“ sem verður sett upp hjá Smithsonian. „Muhammad Ali er hornsteinninn hjá mér sem íþróttamanni vegna þessa sem hann stóð fyrir og þá ekki bara inn í hringnum heldur utan hans líka,“ sagði LeBron James við USA Today Sports. LeBron James leggur til peninginn ásamt viðskiptafélaga sínum Maverick Carter og góðgerðastofnun sinni. „Þessi stuðningur hans mun hjálpa okkur að halda sögu Muhammad Ali á lofti og sýna um leið íþróttafólkinu okkar hversu mikilvægt það ef fyrir okkur að berjast fyrir því sem okkur finnst vera rétt,“ sagði Lonnie Bunch, yfirmaður og stofnandi safnsins. LeBron James er ekki sá eini til að leggja til stóra upphæð því áður hafði Michael Jordan gefið fimm milljón dollara þegar sýningin opnaði í september. Muhammad Ali lést í júní síðastliðnum þá 74 ára að aldri. Hann var einn merkasti íþróttamaður tuttugustu aldarinnar og margfaldur heimsmeistari. „LeBron sýnir með þessu ótrúlegt örlæti. Þessi sýning mun sjá til þess, að börn sem heimsækja Smithsonian, fá nú tækifæri til að læra um starf Muhammad utan hringsins, sérstaklega þegar kemur að mannúðar- og réttindamálum. Ef Muhammad væri á lífi í dag þá þætti honum sér vera sýndur mikinn heiður með þessu,“ sagði eftirlifandi eiginkona Muhammad Ali, Lonnie Ali, um gjöf LeBron James.
Box NBA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti