NBA: Átta sigrar í röð hjá Golden State | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 07:09 Kevin Durant, Klay Thompson og Steph Curry. Vísir/Getty Golden State Warriors lítur betur út með hverjum leik, San Antonio Spurs landaði sjötta sigrinum í röð og Los Angeles Clippers hefur nú unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Fullt af leikjum fóru fram í nótt.Klay Thompson skoraði 25 stig á 26 mínútum og Stephen Curry bætti við 22 stigum þegar Golden State Warriors vann auðveldan 37 stiga sigur á Indiana Pacers, 120-83. Steve Kerr, þjálfari Golden State, hvíldi alla byrjunarliðsmenn sína í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors hefur nú unnið átta leiki í röð og alls 12 af 14 leikjum sínum á leiktíðinni. Kevin Durant var með 14 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Ein flottasta tölfræðin í sigurgöngunni er að Golden State liðið er búið að gefa að minnsta kosti 30 stoðsendingar í öllum átta leikjunum. Það munaði mikið um það fyrir Indiana að Paul George, Myles Turner og C.J. Miles voru allir frá vegna meiðsla. Rodney Stuckey skoraði mest fyrir Pacers eða 21 stig.Kawhi Leonard skoraði 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 96-91 sigur á Dallas Mavericks. Þetta var sjötti sigur Spurs-liðsins í röð. Pau Gasol var með 16 stig og 8 fráköst og Patty Mills kom með 17 stig inn af bekknum.. Seth Curry, bróðir Steph Curry, skoraði 23 stig fyrir Dallas eða meira en bróðir sinn þetta kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs og Dallas hefur nú tapað 11 af fyrstu 13 leikjum sínum. Þetta er versta byrjun Dallas frá 1993-94 tímabilinu. Gregg Popovich gat leyft sér að hvíla bæði LaMarcus Aldridge og Tony Parkerí leiknum.Chris Paul var með 26 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann átta stiga sigur á Toronto Raptors 123-115 en þetta var tíundi sigur liðsins í ellefu leikjum. Blake Griffin var einnig með 26 stig auk 7 frákasta og 7 stoðsendinga. JJ Reddick skoraði líka 20 stig fyrir Clippers-liðið og það úr aðeins 7 skotum. Hann nýtti öll níu vítin sín. Deandre Jordan var með 17 stig og 15 fráköst. Kyle Lowry var með 27 stig fyrir Toronto og Demar DeRozan skoraði 25 stig. Þeir voru báðir með 7 stoðsendingar í leiknum.Giannis Antetokounmpo var með þrennu fyrir Milwaukee Bucks í 93-89 sigri á Orlando Magic. Antetokounmpo endaði með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar auk þess að stela fimm boltum og verja þrjú skot. Jabari Parker skoraði 22 stig fyrir Milwaukee en Serge Ibaka var stighæstur hjá Orlando með 21 stig.James Harden var með 28 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Houston Rockets vann 99-96 útisigur á Detroit Pistons. Clint Capela bætti við 15 stigum og 12 fráköstum í þessum þriðja sigri Houston Rockets í röð.Isaiah Thomas skoraði 29 stig í endurkomusigri Boston Celtics á móti Minnesota Timberwolves, 99-93. Boston-liðið var þrettán stigum undir fyrir fjórða leikhlutann en byrjaði lokaleikhlutann á 17-0 spretti. Al Horford bætti við 20 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves.Mike Conley skoraði 31 stig þegar Memphis Grizzlies vann 105-90 útisigur á Charlotte Hornets og Marc Gasol gældi við þrennuna með 13 stigum. 9 stoðsendingum og 8 fráköstum. Frank Kaminsky skoraði 23 stig fyrir Charlotte.Joel Embiid var með 22 stig fyrir Philadelphia 76ers í 101-94 heimasigri á Miami Heat en Sixers-liðið hefur nú unnið fjóra heimaleiki í röð og er allt að koma til. Hassan Whiteside skoraði 32 stig fyrir Miami en það dugði skammt.Bradley Beal fylgdi eftir 34 stiga leik á móti Miami á laugardaginn með því að skora 42 stig fyrir Washington Wizards í fimm stiga sigri á Phoenix Suns, 106-101.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA: San Antonio Spurs - Dallas Mavericks 96-91 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 93-89 Minnesota Timberwolves - Boston Celtics 93-99 Detroit Pistons - Houston Rockets 96-99 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 90-105 Indiana Pacers - Golden State Warriors 83-120 Philadelphia 76ers - Miami Heat 101-94 Washington Wizards - Phoenix Suns 106-101 Los Angeles Clippers- Toronto Raptors 123-115 NBA Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Golden State Warriors lítur betur út með hverjum leik, San Antonio Spurs landaði sjötta sigrinum í röð og Los Angeles Clippers hefur nú unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Fullt af leikjum fóru fram í nótt.Klay Thompson skoraði 25 stig á 26 mínútum og Stephen Curry bætti við 22 stigum þegar Golden State Warriors vann auðveldan 37 stiga sigur á Indiana Pacers, 120-83. Steve Kerr, þjálfari Golden State, hvíldi alla byrjunarliðsmenn sína í fjórða leikhlutanum. Golden State Warriors hefur nú unnið átta leiki í röð og alls 12 af 14 leikjum sínum á leiktíðinni. Kevin Durant var með 14 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Ein flottasta tölfræðin í sigurgöngunni er að Golden State liðið er búið að gefa að minnsta kosti 30 stoðsendingar í öllum átta leikjunum. Það munaði mikið um það fyrir Indiana að Paul George, Myles Turner og C.J. Miles voru allir frá vegna meiðsla. Rodney Stuckey skoraði mest fyrir Pacers eða 21 stig.Kawhi Leonard skoraði 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 96-91 sigur á Dallas Mavericks. Þetta var sjötti sigur Spurs-liðsins í röð. Pau Gasol var með 16 stig og 8 fráköst og Patty Mills kom með 17 stig inn af bekknum.. Seth Curry, bróðir Steph Curry, skoraði 23 stig fyrir Dallas eða meira en bróðir sinn þetta kvöld. Það dugði þó ekki til sigurs og Dallas hefur nú tapað 11 af fyrstu 13 leikjum sínum. Þetta er versta byrjun Dallas frá 1993-94 tímabilinu. Gregg Popovich gat leyft sér að hvíla bæði LaMarcus Aldridge og Tony Parkerí leiknum.Chris Paul var með 26 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann átta stiga sigur á Toronto Raptors 123-115 en þetta var tíundi sigur liðsins í ellefu leikjum. Blake Griffin var einnig með 26 stig auk 7 frákasta og 7 stoðsendinga. JJ Reddick skoraði líka 20 stig fyrir Clippers-liðið og það úr aðeins 7 skotum. Hann nýtti öll níu vítin sín. Deandre Jordan var með 17 stig og 15 fráköst. Kyle Lowry var með 27 stig fyrir Toronto og Demar DeRozan skoraði 25 stig. Þeir voru báðir með 7 stoðsendingar í leiknum.Giannis Antetokounmpo var með þrennu fyrir Milwaukee Bucks í 93-89 sigri á Orlando Magic. Antetokounmpo endaði með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar auk þess að stela fimm boltum og verja þrjú skot. Jabari Parker skoraði 22 stig fyrir Milwaukee en Serge Ibaka var stighæstur hjá Orlando með 21 stig.James Harden var með 28 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst þegar Houston Rockets vann 99-96 útisigur á Detroit Pistons. Clint Capela bætti við 15 stigum og 12 fráköstum í þessum þriðja sigri Houston Rockets í röð.Isaiah Thomas skoraði 29 stig í endurkomusigri Boston Celtics á móti Minnesota Timberwolves, 99-93. Boston-liðið var þrettán stigum undir fyrir fjórða leikhlutann en byrjaði lokaleikhlutann á 17-0 spretti. Al Horford bætti við 20 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Karl-Anthony Towns var með 27 stig og 18 fráköst fyrir Minnesota Timberwolves.Mike Conley skoraði 31 stig þegar Memphis Grizzlies vann 105-90 útisigur á Charlotte Hornets og Marc Gasol gældi við þrennuna með 13 stigum. 9 stoðsendingum og 8 fráköstum. Frank Kaminsky skoraði 23 stig fyrir Charlotte.Joel Embiid var með 22 stig fyrir Philadelphia 76ers í 101-94 heimasigri á Miami Heat en Sixers-liðið hefur nú unnið fjóra heimaleiki í röð og er allt að koma til. Hassan Whiteside skoraði 32 stig fyrir Miami en það dugði skammt.Bradley Beal fylgdi eftir 34 stiga leik á móti Miami á laugardaginn með því að skora 42 stig fyrir Washington Wizards í fimm stiga sigri á Phoenix Suns, 106-101.Úrslit úr öllum leikjum næturinnar í NBA: San Antonio Spurs - Dallas Mavericks 96-91 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 93-89 Minnesota Timberwolves - Boston Celtics 93-99 Detroit Pistons - Houston Rockets 96-99 Charlotte Hornets - Memphis Grizzlies 90-105 Indiana Pacers - Golden State Warriors 83-120 Philadelphia 76ers - Miami Heat 101-94 Washington Wizards - Phoenix Suns 106-101 Los Angeles Clippers- Toronto Raptors 123-115
NBA Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira