Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 17:00 Guðmundur Atli í leik gegn Val í sumar. vísir/eyþór Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna en það kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Breiðabliks. Hún birtist á blikar.is. Guðmundur Atli gekk í raðir Breiðabliks frá nágrannafélaginu HK fyrir síðasta tímabil og náði að spila í sex leikjum. Þar sem að Blikar voru að fara að spila í Evrópukeppni í sumar gengust allir leikmenn undir læknisskoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem hjartagallinn kom í ljós. „Allir sem fara í Evrópukeppni fara í hjarta- og ómskoðun og þá kom þetta í ljós. Ég var strax settur í tveggja vikna pásu á meðan ég gekkst undir frekari rannsóknir,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Vísi í dag. Hann segir að gallinn sé líklega ættgengur en að hann hafi aldrei kennt sér meins áður. Líklegt er að gallinn hefði ekki uppgötvast nema út af því að Guðmundur Atli gerðist leikmaður Breiðabliks sem hafði unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni. „Auðvitað hefði maður viljað klára ferilinn fyrst en ástæðan fyrir því að UEFA er með svona strangt eftirlit er að knattspyrnumenn hafa fengið hjartaáfall inni á vellinum og dáið,“ sagði Guðmundur Atli sem kallar eftir því að meira verði gert í þessum málum fyrir íslenska knattspyrnumenn - aðra en þá sem eru bara að fara að spila í Evrópukeppni. „Það virðist oft þurfa eitthvert svakalegt slys áður en einhver gerir eitthvað í hlutunum. Maður er ekki vitur eftir á í svona málum.“ Hann segir að þetta hafi verið áfall en að hann hafi þó vitað þetta síðan í sumar. Honum líði því vel í dag. „Lífið heldur áfram og fótboltinn er ekki allt. En maður er vissulega leiður yfir þessu enda búinn að vera í íþróttinni síðan maður var krakki. Svo er þetta tekið af manni á einu augnabliki.“ „Ég var á leið í Evrópukeppni í fyrsta sinn á ævinni og svo gerðist þetta. Ég ætlaði ekki að trúa lækninum þegar hann sagði mér þetta fyrst. En þetta hefur engin áhrif á daglegt líf hjá mér, sem betur fer.“ „Kannski að ég leyfi mér að vera með í bumbubolta með félögunum. Ég passa mig bara á því að hanga bara frammi,“ sagði hann í léttum dúr. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna en það kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Breiðabliks. Hún birtist á blikar.is. Guðmundur Atli gekk í raðir Breiðabliks frá nágrannafélaginu HK fyrir síðasta tímabil og náði að spila í sex leikjum. Þar sem að Blikar voru að fara að spila í Evrópukeppni í sumar gengust allir leikmenn undir læknisskoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem hjartagallinn kom í ljós. „Allir sem fara í Evrópukeppni fara í hjarta- og ómskoðun og þá kom þetta í ljós. Ég var strax settur í tveggja vikna pásu á meðan ég gekkst undir frekari rannsóknir,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Vísi í dag. Hann segir að gallinn sé líklega ættgengur en að hann hafi aldrei kennt sér meins áður. Líklegt er að gallinn hefði ekki uppgötvast nema út af því að Guðmundur Atli gerðist leikmaður Breiðabliks sem hafði unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni. „Auðvitað hefði maður viljað klára ferilinn fyrst en ástæðan fyrir því að UEFA er með svona strangt eftirlit er að knattspyrnumenn hafa fengið hjartaáfall inni á vellinum og dáið,“ sagði Guðmundur Atli sem kallar eftir því að meira verði gert í þessum málum fyrir íslenska knattspyrnumenn - aðra en þá sem eru bara að fara að spila í Evrópukeppni. „Það virðist oft þurfa eitthvert svakalegt slys áður en einhver gerir eitthvað í hlutunum. Maður er ekki vitur eftir á í svona málum.“ Hann segir að þetta hafi verið áfall en að hann hafi þó vitað þetta síðan í sumar. Honum líði því vel í dag. „Lífið heldur áfram og fótboltinn er ekki allt. En maður er vissulega leiður yfir þessu enda búinn að vera í íþróttinni síðan maður var krakki. Svo er þetta tekið af manni á einu augnabliki.“ „Ég var á leið í Evrópukeppni í fyrsta sinn á ævinni og svo gerðist þetta. Ég ætlaði ekki að trúa lækninum þegar hann sagði mér þetta fyrst. En þetta hefur engin áhrif á daglegt líf hjá mér, sem betur fer.“ „Kannski að ég leyfi mér að vera með í bumbubolta með félögunum. Ég passa mig bara á því að hanga bara frammi,“ sagði hann í léttum dúr.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira