„Get ég hjálpað þér?“ Þóra Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 07:00 Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.Hverjum manni skylt Þó hvílir ákveðin skylda á almenningi að gera sitt til að hjálpa. Meðal annars má nefna að samkvæmt barnaverndarlögum er „öllum … skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.“ En annað er líka hægt að gera þegar við höfum áhyggjur af börnum. Við getum átt samtal við foreldrana. Við getum sýnt þeim kærleika, stuðning og boðið styrk og huggun. Margir hafa þörf fyrir að hjálpa og margir geta þegið og vilja þiggja hjálp. Oft þarf ekki annað til en að gefa af tíma sínum til að eiga samtal. Gefum fólki færi á að létta á hjarta sínu. Líkur eru á að foreldrar einangrist síður með vanda sinn og hann ágerist síður, með tilheyrandi afleiðingum fyrir börnin, ef við gefum stundarkorn af tíma okkar til að spjalla. Alltaf er hægt að benda á ýmsar lausnir og bjóða stuðning.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.Hverjum manni skylt Þó hvílir ákveðin skylda á almenningi að gera sitt til að hjálpa. Meðal annars má nefna að samkvæmt barnaverndarlögum er „öllum … skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Þá er hverjum manni skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu, t.d. með ofneyslu áfengis eða fíkniefnaneyslu, eða með því að þunguð kona er beitt ofbeldi eða ef ástæða er til að ætla að þunguð kona sé beitt ofbeldi eða um hvert það tilvik sem telja má að barnaverndarnefnd eigi að láta sig varða.“ En annað er líka hægt að gera þegar við höfum áhyggjur af börnum. Við getum átt samtal við foreldrana. Við getum sýnt þeim kærleika, stuðning og boðið styrk og huggun. Margir hafa þörf fyrir að hjálpa og margir geta þegið og vilja þiggja hjálp. Oft þarf ekki annað til en að gefa af tíma sínum til að eiga samtal. Gefum fólki færi á að létta á hjarta sínu. Líkur eru á að foreldrar einangrist síður með vanda sinn og hann ágerist síður, með tilheyrandi afleiðingum fyrir börnin, ef við gefum stundarkorn af tíma okkar til að spjalla. Alltaf er hægt að benda á ýmsar lausnir og bjóða stuðning.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun