Lengsta ferðalagið á HM 2022 eins og að fara á milli Anfield og Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 23:15 Katarbúar eru að byggja marga glæsilega leikvanga. Vísir/Getty Næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta fer fram í Rússlandi eftir eitt og hálft ár og er undankeppnin í fullum gangi. Keppnin fjórum árum síðar hefur hinsvegar verið í uppnámi í langan tíma en er nú að taka á sig mynd. Forráðamenn heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 ætla að gera fólki afar auðvelt að ferðast á milli keppnisstaða ætli það sér að sjá margra leiki í keppninni. Katarbúar hafa nú reiknað út fjarlægðina á milli allra átta leikvanganna sem keppt verður á á HM 2022. HM 2022 mun fara fram á 28 dögum frá 21. nóvember til 18. desember 2022. Mótshaldarar segja að lengsta ferðlagið á milli leikvanga í keppninni sé aðeins 55 kílómetrar sem er samskonar vegalengd og á milli Old Trafford (Manchester United) og Anfield (Liverpool). Sem dæmi eru 52 kílómetrar á milli Kaplakrikavallar (FH) og Akranesvallar (ÍA). Minnsta fjarlægðin á milli leikvanga er síðan aðeins 4,5 kílómetrar eða eins og að fara á milli Emirates-leikvangsins (Arsenal) og White Hart Lane (Tottenham). Sem dæmi eru 5 kílómetrar á milli Víkingsvallar (Víkingur R.) og Kópavogsvallar (Breiðablik). Þessi litlu ferðalög liðanna þýða að þau geta gist á sama stað allt mótið en ekki verið á fleygiferð eins og íslenska landsliðið á EM í Frakklandi í sumar. Heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014 bauð upp á gríðarleg ferðlög fyrir liðin og stuðningsmenn þeirra. Þar var lengst 3140 kílómetrar á milli liða en styst um 340 kílómetrar. Það verður líka mikið um ferðlög á HM í Rússlandi sumarið 2018. Móthaldarar reyna nú eftir fremsta megni að byggja upp meiri jákvæða umfjöllun í kringum komandi heimsmeistaramót árið 2022. Þetta var eitt skrefið í því. Ákvörðun að fara með keppnina til Katar hefur fengið mikla gagnrýni enda flestum ljóst að Katarbúar höfðu keypt framkvæmdastjórn FIFA. Þetta skapaði mörg vandamál og endanum varð að færa HM úr steikjandi hita júní- og júlímánaðar inn á veturinn svo ekki væri lífshættulegt fyrir leikmenn og stuðningsfólk að vera á ferðinni í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stæði. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Næsta heimsmeistarakeppni í fótbolta fer fram í Rússlandi eftir eitt og hálft ár og er undankeppnin í fullum gangi. Keppnin fjórum árum síðar hefur hinsvegar verið í uppnámi í langan tíma en er nú að taka á sig mynd. Forráðamenn heimsmeistarakeppninnar í Katar 2022 ætla að gera fólki afar auðvelt að ferðast á milli keppnisstaða ætli það sér að sjá margra leiki í keppninni. Katarbúar hafa nú reiknað út fjarlægðina á milli allra átta leikvanganna sem keppt verður á á HM 2022. HM 2022 mun fara fram á 28 dögum frá 21. nóvember til 18. desember 2022. Mótshaldarar segja að lengsta ferðlagið á milli leikvanga í keppninni sé aðeins 55 kílómetrar sem er samskonar vegalengd og á milli Old Trafford (Manchester United) og Anfield (Liverpool). Sem dæmi eru 52 kílómetrar á milli Kaplakrikavallar (FH) og Akranesvallar (ÍA). Minnsta fjarlægðin á milli leikvanga er síðan aðeins 4,5 kílómetrar eða eins og að fara á milli Emirates-leikvangsins (Arsenal) og White Hart Lane (Tottenham). Sem dæmi eru 5 kílómetrar á milli Víkingsvallar (Víkingur R.) og Kópavogsvallar (Breiðablik). Þessi litlu ferðalög liðanna þýða að þau geta gist á sama stað allt mótið en ekki verið á fleygiferð eins og íslenska landsliðið á EM í Frakklandi í sumar. Heimsmeistaramótið í Brasilíu árið 2014 bauð upp á gríðarleg ferðlög fyrir liðin og stuðningsmenn þeirra. Þar var lengst 3140 kílómetrar á milli liða en styst um 340 kílómetrar. Það verður líka mikið um ferðlög á HM í Rússlandi sumarið 2018. Móthaldarar reyna nú eftir fremsta megni að byggja upp meiri jákvæða umfjöllun í kringum komandi heimsmeistaramót árið 2022. Þetta var eitt skrefið í því. Ákvörðun að fara með keppnina til Katar hefur fengið mikla gagnrýni enda flestum ljóst að Katarbúar höfðu keypt framkvæmdastjórn FIFA. Þetta skapaði mörg vandamál og endanum varð að færa HM úr steikjandi hita júní- og júlímánaðar inn á veturinn svo ekki væri lífshættulegt fyrir leikmenn og stuðningsfólk að vera á ferðinni í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stæði.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira