Katrín búin að ræða við forsetann sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 09:01 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. vísir/hanna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, upplýsti Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðu mála í gærkvöldi. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar hefjast klukkan 13 í dag. Katrín segist gera ráð fyrir að viðræðurnar muni taka nokkra daga, og að lögð hafi verið áhersla á það í símtali hennar við forsetann að unnið verði hratt en vel. „Ég held honum upplýstum og auðvitað áttum við okkur á því að það er ekki endalaus tími [...]Það skiptir máli að vinna hratt en það má heldur ekki gleyma því að vinna vel. Þett aer eitthvað sem maður metur eftir því sem verkefnum vindur fram,“ sagði Katrín í Bítinu í morgun. Hún tók fram að staðan í pólitíkinni nú sé allt önnur en áður hafi verið. „Flokkarnir liggja á miklu stærra svæði á hinu pólitíska litrófi en við höfum séð á undanförnum árum við stjórnarmyndun og það þýðir auðvitað að það fá ekki allir sínu fram.“ Aðspurð segir hún ýmislegt sameina þessa fimm flokka, til dæmis umhverfis-, heilbrigðis- og menntamálin. „Svo heyrir maður það líka frá mörgum að það er mikill áhugi á að breyta vinnubrögðum á Alþingi og það er óskandi að það takist,“ segir hún. „Það eru ýmsar hugmyndir sem við höfum verið að ræða, lengur en fyrir þessar kosningar, og það lýtur að því hvernig við reynum að vinna meira í sátt á Alþingi þannig að vægi minnihlutans verði meira á hverjum tíma.“Viðtalið við Katrínu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast í dag Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. 21. nóvember 2016 07:35 Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, upplýsti Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, um stöðu mála í gærkvöldi. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar hefjast klukkan 13 í dag. Katrín segist gera ráð fyrir að viðræðurnar muni taka nokkra daga, og að lögð hafi verið áhersla á það í símtali hennar við forsetann að unnið verði hratt en vel. „Ég held honum upplýstum og auðvitað áttum við okkur á því að það er ekki endalaus tími [...]Það skiptir máli að vinna hratt en það má heldur ekki gleyma því að vinna vel. Þett aer eitthvað sem maður metur eftir því sem verkefnum vindur fram,“ sagði Katrín í Bítinu í morgun. Hún tók fram að staðan í pólitíkinni nú sé allt önnur en áður hafi verið. „Flokkarnir liggja á miklu stærra svæði á hinu pólitíska litrófi en við höfum séð á undanförnum árum við stjórnarmyndun og það þýðir auðvitað að það fá ekki allir sínu fram.“ Aðspurð segir hún ýmislegt sameina þessa fimm flokka, til dæmis umhverfis-, heilbrigðis- og menntamálin. „Svo heyrir maður það líka frá mörgum að það er mikill áhugi á að breyta vinnubrögðum á Alþingi og það er óskandi að það takist,“ segir hún. „Það eru ýmsar hugmyndir sem við höfum verið að ræða, lengur en fyrir þessar kosningar, og það lýtur að því hvernig við reynum að vinna meira í sátt á Alþingi þannig að vægi minnihlutans verði meira á hverjum tíma.“Viðtalið við Katrínu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast í dag Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. 21. nóvember 2016 07:35 Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast í dag Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. 21. nóvember 2016 07:35
Slaka á kröfunni um utanþingsráðherra Þingflokkur Pírata vill að stefnu flokksins verði breytt svo þingmenn annarra flokka geti orðið ráðherrar í stjórn með Pírötum. Þeirra eigin ráðherrar verði þó ekki þingmenn samtímis. 21. nóvember 2016 07:00