NBA: Þrenna Westbrook ekki nóg fyrir OKC í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 07:15 Indiana Pacers vann framlengdan leik á útivelli á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Chicago Bulls fagnaði sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum. New York Knicks hélt sigurgöngu sinni áfram í Madison Square Garden.Jeff Teague skoraði 8 af 30 stigum sínum í framlengingunni þegar Indiana Pacers vann 115-111 útisigur á Oklahoma City Thunder. Þetta var fyrsti útisigur Indiana-liðsins á tímabilinu. Russell Westbrook náði sinni fimmtu þrennu á tímabilinu en það dugði ekki heimamönnum í Oklahoma City Thunder. Westbrook endaði með 31 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en þurfti 34 skot til þess að skora þessi stig sín. Westbrook er með jafnmargar þrennur á þessu tímabili og allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar til samans. Það var einmitt þriggja stiga karfa frá Russell Westbrook sem kom leiknum í framlengingu þegar aðeins 2,4 sekúndur voru eftir. Þristur frá Jeff Teague kom Indiana yfir í framlengingunni og OKC náði aldrei að jafna metin eftir það. Jeff Teague var einn af sex leikmönnum Indiana með tíu stig eða meira. Thaddeus Young skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Glenn Robinson III var með 16 stig og 11 fráköst og Myles Turner bætti við 15 stigum og 9 fráköstum.Jimmy Butler skoraði 40 stig þegar Chicago Bulls vann 118-110 útisigur á Los Angeles Lakers og fagnaði sínum fimmta sigri í sex leikjum. Nikola Mirotic var með 15 stig og 15 fráköst fyrir Chicago sem hvíldi Dwyane Wade í þessum leik. Rajon Rondo skoraði bara 4 stig en var með 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 25 stig og Larry Nance Jr. var með 18 stig.Carmelo Anthony var með 31 stig þegar New York Knicks vann 104-94 sigur á Atlanta Hawks í Maidson Square Garden en þetta var fjórði heimasigur New York liðsins í röð. Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og 11 fráköstum. Dwight Howard var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Atlanta en þýski leikstjórnandinn Dennis Schroder klikkaði aftur á móti á öllum átta skotum sínum.C.J. McCollum var með 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 20 stiga sigur á Brooklyn Nets, 129-109. Evan Turner var með 19 stig fyrir Portland sem endaði þriggja leikja sigurgöngu sína en sá jafnframt til þess að Brooklyn tapaði sínum fjórða leik í röð.Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Sacramento Kings í 102-99 sigri á Toronto Raptors. Terrence Ross skoraði í lokin en þriggja stiga karfa hans kom rétt eftir að leiktíminn rann út. DeMarcus Cousins bætti við 19 stigum og 10 fráköstum fyrir Sacramento. Kyle Lowry var með 25 stig og 8 stoðsendingar fyrir Toronto en DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, var bara með 12 stig. Hann var búinn að vera stigahæstur í 19 daga en þessi slaki leikur sá til þess að hann missti sæti sitt á toppnum.Úrslitin í öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 110-118 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-91 Sacramento Kings - Toronto Raptors 102-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 111-115 (103-103) Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers 109-129 New York Knicks - Atlanta Hawks 104-94Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Indiana Pacers vann framlengdan leik á útivelli á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Chicago Bulls fagnaði sigri í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum. New York Knicks hélt sigurgöngu sinni áfram í Madison Square Garden.Jeff Teague skoraði 8 af 30 stigum sínum í framlengingunni þegar Indiana Pacers vann 115-111 útisigur á Oklahoma City Thunder. Þetta var fyrsti útisigur Indiana-liðsins á tímabilinu. Russell Westbrook náði sinni fimmtu þrennu á tímabilinu en það dugði ekki heimamönnum í Oklahoma City Thunder. Westbrook endaði með 31 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst en þurfti 34 skot til þess að skora þessi stig sín. Westbrook er með jafnmargar þrennur á þessu tímabili og allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar til samans. Það var einmitt þriggja stiga karfa frá Russell Westbrook sem kom leiknum í framlengingu þegar aðeins 2,4 sekúndur voru eftir. Þristur frá Jeff Teague kom Indiana yfir í framlengingunni og OKC náði aldrei að jafna metin eftir það. Jeff Teague var einn af sex leikmönnum Indiana með tíu stig eða meira. Thaddeus Young skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Glenn Robinson III var með 16 stig og 11 fráköst og Myles Turner bætti við 15 stigum og 9 fráköstum.Jimmy Butler skoraði 40 stig þegar Chicago Bulls vann 118-110 útisigur á Los Angeles Lakers og fagnaði sínum fimmta sigri í sex leikjum. Nikola Mirotic var með 15 stig og 15 fráköst fyrir Chicago sem hvíldi Dwyane Wade í þessum leik. Rajon Rondo skoraði bara 4 stig en var með 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Lou Williams skoraði mest fyrir Lakers eða 25 stig og Larry Nance Jr. var með 18 stig.Carmelo Anthony var með 31 stig þegar New York Knicks vann 104-94 sigur á Atlanta Hawks í Maidson Square Garden en þetta var fjórði heimasigur New York liðsins í röð. Kristaps Porzingis bætti við 19 stigum og 11 fráköstum. Dwight Howard var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Atlanta en þýski leikstjórnandinn Dennis Schroder klikkaði aftur á móti á öllum átta skotum sínum.C.J. McCollum var með 33 stig þegar Portland Trail Blazers vann 20 stiga sigur á Brooklyn Nets, 129-109. Evan Turner var með 19 stig fyrir Portland sem endaði þriggja leikja sigurgöngu sína en sá jafnframt til þess að Brooklyn tapaði sínum fjórða leik í röð.Rudy Gay skoraði 23 stig fyrir Sacramento Kings í 102-99 sigri á Toronto Raptors. Terrence Ross skoraði í lokin en þriggja stiga karfa hans kom rétt eftir að leiktíminn rann út. DeMarcus Cousins bætti við 19 stigum og 10 fráköstum fyrir Sacramento. Kyle Lowry var með 25 stig og 8 stoðsendingar fyrir Toronto en DeMar DeRozan, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, var bara með 12 stig. Hann var búinn að vera stigahæstur í 19 daga en þessi slaki leikur sá til þess að hann missti sæti sitt á toppnum.Úrslitin í öllum leikjunum í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Chicago Bulls 110-118 Denver Nuggets - Utah Jazz 105-91 Sacramento Kings - Toronto Raptors 102-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 111-115 (103-103) Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers 109-129 New York Knicks - Atlanta Hawks 104-94Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira