Þorsteinn Már kærir starfsfólk Seðlabankans Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2016 09:50 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, fyrir meint brot gegn sér. Þorsteinn metur það sem svo að fyrrnefndir starfsmenn hafi leitast við að „koma því til leiðar með rangfærslum, villandi málatilbúnaði og ófullængjandi upplýsingum“ að hann yrði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig tiltekið að Þorsteinn telji þau Arnór og Ingibjörgu hafa misnotað stöðu sína sem opinberir starfsmenn með ofangreindum hætti, sem og með því að hafa ekki komið „fullnægjandi upplýsingum til embættis sérstaks saksóknara“ þegar það rannsakaði mál á hendur honum. Þá er þess einnig farið á leit í kærunni að hlutur annarra starfsmanna bankans í máli Samherja verði rannsakaður. Þar er sérstaklega vísað til seðlabankastjórans Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings bankans. „Stjórnskipunarleg staða þeirra innan bankans“ kalli á slíka rannsókn. Þorsteinn hefur áður sagt að hann telji að málatilbúnaðinn megi rekja til persónulegs illvilja Más í garð Samherja.Sjá einnig: Þorsteinn Már: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindumÍ lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk í fyrravor, rúmum þremur árum eftir að hún hófst. Málið var svo fellt niður í september í fyrra. Fræðast má meira um niðurfellinguna hér að neðan. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kært þau Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóra, og Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, fyrir meint brot gegn sér. Þorsteinn metur það sem svo að fyrrnefndir starfsmenn hafi leitast við að „koma því til leiðar með rangfærslum, villandi málatilbúnaði og ófullængjandi upplýsingum“ að hann yrði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig tiltekið að Þorsteinn telji þau Arnór og Ingibjörgu hafa misnotað stöðu sína sem opinberir starfsmenn með ofangreindum hætti, sem og með því að hafa ekki komið „fullnægjandi upplýsingum til embættis sérstaks saksóknara“ þegar það rannsakaði mál á hendur honum. Þá er þess einnig farið á leit í kærunni að hlutur annarra starfsmanna bankans í máli Samherja verði rannsakaður. Þar er sérstaklega vísað til seðlabankastjórans Más Guðmundssonar og Sigríðar Logadóttur, yfirlögfræðings bankans. „Stjórnskipunarleg staða þeirra innan bankans“ kalli á slíka rannsókn. Þorsteinn hefur áður sagt að hann telji að málatilbúnaðinn megi rekja til persónulegs illvilja Más í garð Samherja.Sjá einnig: Þorsteinn Már: Seðlabankinn ítrekað orðið uppvís að ósannindumÍ lok mars 2012 var gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það voru starfsmenn Seðlabanka Íslands sem framkvæmdu húsleitina vegna gruns þeirra um brot á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í framhaldinu kærði Seðlabankinn Samherja og tengd fyrirtæki fyrir brot gegn gjaldeyrislögum til Embætti sérstaks saksóknara. Embættið sendi málið aftur til Seðlabankans þar sem ekki var heimilt kæra fyrirtæki. Í framhaldinu kærði bankinn einstaklinga innan fyrirtækisins það er Þorstein Má Baldvinsson forstjóra fyrirtækisins og þrjá aðra lykilstarfsmenn fyrir að brjóta gegn gjaldeyrishöftunum. Meint brot vörðuð sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Við tók rannsókn á málinu sem sem lauk í fyrravor, rúmum þremur árum eftir að hún hófst. Málið var svo fellt niður í september í fyrra. Fræðast má meira um niðurfellinguna hér að neðan.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15 Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11 Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Seðlabankinn dæmdur til að veita Samherja upplýsingar Málið varðar húsleit Seðlabankans hjá Samherja. 16. febrúar 2015 17:15
Þorsteinn Már: ,,Til þessa máls var stofnað fyrst og fremst af illum vilja'' ,,Á sama tíma er þarna búið að ráðast á marga starfsmenn Samherja, taka mannorðið að hluta til af þeim. Það hefur verið vont að horfa upp á það,“ segir forstjóri Samherja. 4. september 2015 21:11
Samherji sakar Seðlabankann um að reikna vitlaust í þrígang Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Samherja segir mönnum brugði við að skoða útreikninga sem bankinn byggir kæru sína á hendur fyrirtækinu og forstjóra þess á. 6. janúar 2014 13:36