Fyrstu metrar nýrrar ríkisstjórnar Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Samkvæmisleikurinn um samsetningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný ríkisstjórn sé ekki upphaf og endir alls getur hún haft mikil áhrif á útkomuna. Þar ber þrjú mál hæst: mótun efnahagsstefnu, stöðugleika á vinnumarkaði og forgangsröðun hjá hinu opinbera. Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhagsmuni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga. Næst ber að nefna vinnumarkaðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan framleiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum vítahring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjararáðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari. Þriðja verkefnið er forgangsröðun hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í loforðum margra stjórnmálaflokka í nýafstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögulega tíma. Öflug heilbrigðisþjónusta, bætt fjármögnun háskólakerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxtagreiðslur með sölu opinberra fyrirtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Spennandi verður að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sameinist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmisleikurinn um samsetningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný ríkisstjórn sé ekki upphaf og endir alls getur hún haft mikil áhrif á útkomuna. Þar ber þrjú mál hæst: mótun efnahagsstefnu, stöðugleika á vinnumarkaði og forgangsröðun hjá hinu opinbera. Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhagsmuni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga. Næst ber að nefna vinnumarkaðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan framleiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum vítahring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjararáðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari. Þriðja verkefnið er forgangsröðun hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í loforðum margra stjórnmálaflokka í nýafstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögulega tíma. Öflug heilbrigðisþjónusta, bætt fjármögnun háskólakerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxtagreiðslur með sölu opinberra fyrirtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Spennandi verður að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sameinist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun