Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Svavar Hávarðsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Kristinn Hugason Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. Ábyrgð á málinu hvað varðar ráðuneytið liggi öll og óskipt hjá núverandi skrifstofustjóra, Halldóri Runólfssyni, og yfirmönnum hans. Í umfjöllun Kastljóss kom fram að dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun lét atvinnuvegaráðuneytið vita 19. desember 2013 að Brúnegg uppfylltu ekki skilyrði vistvænnar vottunar því stofnunin vildi ekki að neytendur væru blekktir. Halldór Runólfsson skrifstofustjóri sendi erindið til Kristins samdægurs og bað hann að „fronta“ málið og fara ofan í saumana á því og gera tillögur um hvað gera skyldi. Í Kastljósi sagði að ekkert hefði gerst – málið sofnað. Til þessa vísaði Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra í gær þegar hann var spurður um afdrif málsins í ráðuneytinu, sem þá var undir forvera hans, Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi talaði um að sá starfsmaður hafi hætt „sem var með málið og einhvern veginn í ósköpunum þá týnist málið, eða því er ekki sinnt í einhvern tíma,“ sagði ráðherra í viðtali við Vísi. Kristinn, sem meðal annars kom að samningu lagafrumvarps um ný lög um velferð dýra, er afar ósáttur við að nafn hans sé bendlað við málið, enda hafi hann verið rekinn skömmu eftir að erindið barst til hans – eða í janúar. Mál þess vegna reki hann nú fyrir dómstólum. „Nafn mitt má vissulega sjá á einum tölvupósti undir lok Kastljóss-þáttarins. Jafnframt því sem núverandi ráðherra hefur reynt að draga þetta inn sem skýringu á athafnaleysi ráðuneytisins; að starfsmaður ábyrgur fyrir málinu hefði hætt störfum – fallegt orðfæri um að vera sparkað eftir margra ára vammlausan feril,“ segir Kristinn og minnir á að Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur hafi einnig fengið málið á sitt borð, og starfar hún enn hjá ráðuneytinu. Hann hafi lengi unnið með Halldóri skrifstofustjóra, m.a. á meðan hann var hjá Matvælastofnun sem yfirdýralæknir – áður en hann varð skrifstofustjóri og yfirmaður hans í ráðuneytinu. Aldrei hafi á þeim tíma verið minnst á mál Brúneggs frá hendi stofnunarinnar. Halldór hafi þó verið „forveri Boggu [Sigurborg Daðadóttir] í starfi yfirdýralæknis og Brúneggsmál voru búin að velkjast hjá Matvælastofnun í hans embættistíð,“ segir Kristinn og segir að enginn embættismaður gæti haft hreinni skjöld en hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent