Heildarlaun þingmanna lækki Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 19:15 Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Vilji er til þess meðal alþingismanna að lækka eða fella niður álagsgreiðslur til þingmanna til að bregðast við launahækkunum Kjararáðs. Kjör þingmanna og ráðherra verða þannig gerð gagnsærri og heildarlaun þeirra lækkuð. Formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi komu saman til fundar í dag til að ræða störf þingsins í desember. Samstaða er um það milli flokkanna að taka til umræðu tvö frumvörp fjármálaráðherra, annars vegar um jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar um Kjararáð og verða þau væntanlega lögð fram á Alþingi strax eftir helgi. „Það liggur fyrir að það var búið að leggja til ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs og fækka þeim sem þar heyra undir. Það er þá verið að gera enn frekari breytingar til að bregðast við þeim úrskurðum sem hafa fallið að undanförnu. Og vonandi verða þessar breytingar til þess að gera þetta fyrirkomulag bæði gagnsærra og meira í takti við almenna launaþróun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Bregðast við úrskurði Kjararáðs Ásamt því að gera róttækar breytingar á fyrirkomulagi Kjararáðs mun forsætisnefnd þingsins endurskoða aukagreiðslur þingmanna til að bregðast við gagnrýni á launahækkanir þingmanna en þingfarakaup er í dag rúmar ellefu hundruð þúsund krónur. Í dag fá varaforsetar Alþingis greitt 15% álag á þingfarakaup – eða rúmar 165.000 krónur. Formenn fastanefnda fá einnig 15% á varaformenn 5-10%. Þá fá þingflokksformenn 15% álag og sama gildir um formenn sérnefnda. Þá geta varaformenn fastanefnda og þingflokka einnig fengið álag við vissar aðstæður. Loka fá þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka og ekki eru ráðherrar, greitt 50% álag á þingfarakaup.Samstaða um breytingar Þeir þingmenn sem fréttastofa ræddi við í dag, úr öllum flokkum, voru sammála um að taka þurfi þessar greiðslur til endurskoðunar með það að markmiði að lækka eða fella þær niður. Greiðslur sem þessar væru óþarfi þegar laun þingmanna eru orðin samkeppnishæf. „Þannig að launagreiðslurnar endurspegli í raun og veru bara þau laun sem þingmenn fá og það sé þá ekkert annað að leggjast ofan á það,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira