Blatter segir Infantino ekki sýna sér virðingu: „Drukkum rauðvín saman en tölum nú í gegnum lögfræðinga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2016 09:45 Sepp Blatter var nærri dauður. vísir/getty Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter. FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter.
FIFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira