Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Snærós Sindradóttir skrifar 9. desember 2016 07:15 Flokkarnir fimm hafa reynt að tala sig að niðurstöðu í samstarfi síðustu fjóra daga. Enn er þó langt í langt. Fundað verður áfram um helgina. Vísir/Eyþór Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira