Bjarni gagnrýnir ríkisstofnanir fyrir að kvarta undan fjárskorti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 20:58 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“ Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gagnrýninn á ríkisstofnanir í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þar var hann sérstaklega harðorður í garð háskólanna og aðila innan heilbrigðiskerfisins sem hann gagnrýndi fyrir að tala í auknum mæli við fjölmiðla um fjárvöntun, í stað þess að gera það við þing og fjárlaganefnd. „Á síðastliðnum árum hefur mér þótt það færast í vöxt að ríkisaðilar fari beint til fjölmiðla með sín mál. Fyrir nokkrum mánuðum sáum við til dæmis að háskólarnir vörðu talsverðu fé með heilsíðu auglýsingum til að benda á að það skorti á að fjárveitingar væru í samræmi við væntingar þeirra“ sagði Bjarni sem gagnrýndi einnig einstaka ríkisaðila innan heilbrigðiskerfisins fyrir að útlista og sundurliða fjárvöntun sína í fjölmiðlum. „Áður átti þetta samtal sér stað fyrst og fremst við þingið og fjárlaganefnd í tengslum við fjárlagagerðina. Mér þykir þetta ekki mjög heillavænleg þróun“ sagði Bjarni. Þá benti Bjarni jafnframt á að samkvæmt lögum beri ríkisstofnunum að fara eftir þeim fjárheimildum sem Alþingi hefur ákveðið. „Það þykir í dag ekkert tiltökumál að ríkisaðilar komi fram og geri grein fyrir því að þeirra stofnanir séu reknar með miklum halla og að það sé skömm að því fyrir land og þjóð að fjárheimildir þeirra séu ekki stórauknar.“ „Hér þarf Alþingi að spyrja sig: hver dregur línuna? Hvað ætla menn að gera þegar ríkisaðilar koma fram eins og þeim beri ekki skylda til að hlýta lögum Alþingis í þessu efnum? Í mínum huga er það býsna alvarlegt mál.“
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira