Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp Gissur Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. desember 2016 12:05 Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. Sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi að sögn Georgs Lárussonar. Vísir/Vilhelm Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira