PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2016 07:00 Kennarasambandið lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðunum. Vísir/Anton Brink Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA-könnunar og er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er Ísland undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug og standa íslenskir nemendur verst þar. Sjá einnig: Spreyttu þig á PISA-prófinu Séu landshlutar bornir saman má sjá að nemendur í þéttbýli utan höfuðborgarinnar og í dreifbýli standa verr en nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kemur að stærðfræðilæsi mælist það 497 á höfuðborgarsvæðinu, en 475 í þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins og 473 í dreifbýli. Lækkun á milli ára er meiri utan höfuðborgarsvæðisins. Svipaða sögu er að segja um læsi á náttúruvísindi. Þar mældist læsi hæst í dreifbýli árið 2006 en hafði lækkað um 35 stig og mælist nú 466. Á höfuðborgarsvæðinu mælist það 478 stig en í þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins 464 stig. Hafa ber þó í huga að læsi í nokkrum landshlutum sem eru tiltölulega fámennir lækkaði milli ára og erfitt að útiloka að um árgangasveiflur sé að ræða. Stúlkur standa skör hærra Allir landshlutar standa verr að vígi nú árið 2015 í samanburði við árið 2000 þegar kemur að lesskilningi. Lækkunin er þó ekki alls staðar marktæk. Lækkunin er ómarktæk á Vesturlandi og lítil en marktæk á Reykjanesi, nágrenni Reykjavíkur og Suðurlandi. Lesskilningur mælist lægstur í dreifbýli þar sem lækkunin er mest, eða um 37 stig á 15 árum sem er rúmt skólaár en hún er einnig umtalsverð á hinum svæðunum, sem nemur um hálfu skólaári. Sé litið til mismunar milli kynja má sjá að á Íslandi er kynjamunurinn aðeins eitt stig í stærðfræðilæsi og ekki tölfræðilega marktækur, sömu sögu er að segja um náttúrulæsi. Í öllum þátttökulöndum er lesskilningur stúlkna meiri en drengja. Meðal OECD-ríkjanna er hann mestur í Finnlandi en minnstur á Írlandi, í Japan og Chile. Kynjamunur á Íslandi er 42 stig stúlkum í hag og er meiri en almennt meðal OECD-ríkja. Hrap í lesskilningi hjá innflytjendumLesskilningur innflytjenda árið 2015 á Íslandi er mun lakari en lesskilningur þeirra fyrri ár og munar allt að 71 stigi miðað við árið 2000, sem samsvarar rúmlega tveimur skólaárum. Lækkun í lesskilningi er hlutfallslega mun meiri meðal innflytjenda en innfæddra Íslendinga á tímabilinu. Hlutfall innflytjenda undir hæfnisþrepi tvö í lesskilningi hefur einnig aukist verulega á tímabilinu. Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar. Í yfirlýsingu segir sambandið að Ísland haldi áfram að síga niður á við. „Eins og áður kemur fram óásættanlegur munur á stöðu nemenda eftir landshlutum, kyni og hópum,“ segir í henni. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA-könnunar og er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er Ísland undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug og standa íslenskir nemendur verst þar. Sjá einnig: Spreyttu þig á PISA-prófinu Séu landshlutar bornir saman má sjá að nemendur í þéttbýli utan höfuðborgarinnar og í dreifbýli standa verr en nemendur á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kemur að stærðfræðilæsi mælist það 497 á höfuðborgarsvæðinu, en 475 í þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins og 473 í dreifbýli. Lækkun á milli ára er meiri utan höfuðborgarsvæðisins. Svipaða sögu er að segja um læsi á náttúruvísindi. Þar mældist læsi hæst í dreifbýli árið 2006 en hafði lækkað um 35 stig og mælist nú 466. Á höfuðborgarsvæðinu mælist það 478 stig en í þéttbýliskjörnum utan höfuðborgarsvæðisins 464 stig. Hafa ber þó í huga að læsi í nokkrum landshlutum sem eru tiltölulega fámennir lækkaði milli ára og erfitt að útiloka að um árgangasveiflur sé að ræða. Stúlkur standa skör hærra Allir landshlutar standa verr að vígi nú árið 2015 í samanburði við árið 2000 þegar kemur að lesskilningi. Lækkunin er þó ekki alls staðar marktæk. Lækkunin er ómarktæk á Vesturlandi og lítil en marktæk á Reykjanesi, nágrenni Reykjavíkur og Suðurlandi. Lesskilningur mælist lægstur í dreifbýli þar sem lækkunin er mest, eða um 37 stig á 15 árum sem er rúmt skólaár en hún er einnig umtalsverð á hinum svæðunum, sem nemur um hálfu skólaári. Sé litið til mismunar milli kynja má sjá að á Íslandi er kynjamunurinn aðeins eitt stig í stærðfræðilæsi og ekki tölfræðilega marktækur, sömu sögu er að segja um náttúrulæsi. Í öllum þátttökulöndum er lesskilningur stúlkna meiri en drengja. Meðal OECD-ríkjanna er hann mestur í Finnlandi en minnstur á Írlandi, í Japan og Chile. Kynjamunur á Íslandi er 42 stig stúlkum í hag og er meiri en almennt meðal OECD-ríkja. Hrap í lesskilningi hjá innflytjendumLesskilningur innflytjenda árið 2015 á Íslandi er mun lakari en lesskilningur þeirra fyrri ár og munar allt að 71 stigi miðað við árið 2000, sem samsvarar rúmlega tveimur skólaárum. Lækkun í lesskilningi er hlutfallslega mun meiri meðal innflytjenda en innfæddra Íslendinga á tímabilinu. Hlutfall innflytjenda undir hæfnisþrepi tvö í lesskilningi hefur einnig aukist verulega á tímabilinu. Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar. Í yfirlýsingu segir sambandið að Ísland haldi áfram að síga niður á við. „Eins og áður kemur fram óásættanlegur munur á stöðu nemenda eftir landshlutum, kyni og hópum,“ segir í henni. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30
Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00
Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15