Nýr þingmaður fékk fjárlagafrumvarpið í hendurnar: „Shit just got serious“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2016 20:15 Meðal þess sem þurfti að huga að við þingsetningu var myndataka fyrir althingi.is Mynd/Andrés Ingi Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra 32 nýju þingmanna sem tóku sæti á þingi í dag. Andrés tekur sæti fyrir Vinstri græna. Hann tók upp á því að leyfa fylgjendum sínum á Twitter að fylgja sér í gegnum viðburðarríkan þingsetningardag líkt og hann gerði í veislu á Bessastöðum 1. desember síðastliðinn.Sjá einnig: Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“Við þingsetningu er þingmönnum úthlutað sæti til bráðabirgða á meðan athöfnin stendur yfir. Síðar er svo dregið í sæti. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var sessunautur Andrésar og hinum megin við Ásmund sat Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. Andrés segir þau hafa stillt glensinu í hóf í þetta skiptið, en grín þeirra með forseta Íslands olli töluverðum usla í síðustu viku.Búið að kaupa blóm og merkja sæti til bráðabirgða. #þingsetning nálgast! pic.twitter.com/7myoqGlvIT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 #þingsetning er bara með tímabundna sætaskipan, en það er passað upp á að láta okkur @asta_fish ramma inn kall. Höldum samt sprelli í hófi pic.twitter.com/HeT3j2P6io— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var kominn tími á að skella sér í myndatöku fyrir vef Alþingis. Myndin er raunar ekki enn komin í birtingu þar en útkoman er eflaust hin glæsilegastaÞað er ekki eintómur glamúr þegar er #þingsetning. Maður þarf líka að setja upp sparisvipinn og fara í myndatöku fyrir vef @Althingi pic.twitter.com/TEjkvQFkZT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Andrés var meðal þeirra þingmanna sem kusu að sitja ekki hina hefðbundnu guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hann fylgdist þó grannt með þegar þingmenn bjuggu sig undir að ganga frá þinghúsinu yfir í kirkjuna og eins þegar þeir gengu aftur til þinghússins.Hersingin að verða tilbúin að rölta yfir í dómkirkjuna. #þingsetning er eins og skólinn með það að við sem förum ekki dundum okkur á meðan. pic.twitter.com/3NPBjwgJIu— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Svona lítur #þingsetning út úr þingflokksherbergi @Vinstrigraen pic.twitter.com/SGBZjMJSq2— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var komið að ávarpi forseta Íslands og ljóst er að Andrés hefur lagt vel við hlustir.Þingið þarf að endurheimta traustið sem það tapaði við hrunið, segir Guðni forseti. Með málefnalegri umræðu. Sammála. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Aldrei fleiri nýliðar. Aldrei yngra þing. Aldrei fleiri konur. Nú er lag að bæta vinnubrögð, segir Guðni forseti. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 En að hátíðarhöldum loknum hóst þingfundur, nýir þingmenn undirrituðu drengskaparheit og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 var kynnt. Alvara farin að færast í leikinn.#þingsetning, seinni hálfleikur: shit just got serious! pic.twitter.com/3LlB5CQaAf— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Í gegnum herlegheitin var Andrés með puttann á púlsinum hvað veitingarnar varðar. Sörur, snittur og brauð með áleggi var á boðstólnum fyrir þingmenn þegar 146. þing var sett í dag.#matartwitter gæti þótt áhugavert hvað #þingsetning kallar á hófstillt úrval í hádeginu. pic.twitter.com/wipMLvPNQW— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Hlaðborðið fyrir #þingsetning er alveg skítsæmó! En ekki mikið fyrir grænkerana. Cc: @Ragnheidur_Axel pic.twitter.com/SE2kwe6taM— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Snittur og sörur í hálfleik. #þingsetnin pic.twitter.com/xDxGCGb8sZ— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Alþingi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra 32 nýju þingmanna sem tóku sæti á þingi í dag. Andrés tekur sæti fyrir Vinstri græna. Hann tók upp á því að leyfa fylgjendum sínum á Twitter að fylgja sér í gegnum viðburðarríkan þingsetningardag líkt og hann gerði í veislu á Bessastöðum 1. desember síðastliðinn.Sjá einnig: Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“Við þingsetningu er þingmönnum úthlutað sæti til bráðabirgða á meðan athöfnin stendur yfir. Síðar er svo dregið í sæti. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var sessunautur Andrésar og hinum megin við Ásmund sat Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. Andrés segir þau hafa stillt glensinu í hóf í þetta skiptið, en grín þeirra með forseta Íslands olli töluverðum usla í síðustu viku.Búið að kaupa blóm og merkja sæti til bráðabirgða. #þingsetning nálgast! pic.twitter.com/7myoqGlvIT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 #þingsetning er bara með tímabundna sætaskipan, en það er passað upp á að láta okkur @asta_fish ramma inn kall. Höldum samt sprelli í hófi pic.twitter.com/HeT3j2P6io— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var kominn tími á að skella sér í myndatöku fyrir vef Alþingis. Myndin er raunar ekki enn komin í birtingu þar en útkoman er eflaust hin glæsilegastaÞað er ekki eintómur glamúr þegar er #þingsetning. Maður þarf líka að setja upp sparisvipinn og fara í myndatöku fyrir vef @Althingi pic.twitter.com/TEjkvQFkZT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Andrés var meðal þeirra þingmanna sem kusu að sitja ekki hina hefðbundnu guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hann fylgdist þó grannt með þegar þingmenn bjuggu sig undir að ganga frá þinghúsinu yfir í kirkjuna og eins þegar þeir gengu aftur til þinghússins.Hersingin að verða tilbúin að rölta yfir í dómkirkjuna. #þingsetning er eins og skólinn með það að við sem förum ekki dundum okkur á meðan. pic.twitter.com/3NPBjwgJIu— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Svona lítur #þingsetning út úr þingflokksherbergi @Vinstrigraen pic.twitter.com/SGBZjMJSq2— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var komið að ávarpi forseta Íslands og ljóst er að Andrés hefur lagt vel við hlustir.Þingið þarf að endurheimta traustið sem það tapaði við hrunið, segir Guðni forseti. Með málefnalegri umræðu. Sammála. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Aldrei fleiri nýliðar. Aldrei yngra þing. Aldrei fleiri konur. Nú er lag að bæta vinnubrögð, segir Guðni forseti. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 En að hátíðarhöldum loknum hóst þingfundur, nýir þingmenn undirrituðu drengskaparheit og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 var kynnt. Alvara farin að færast í leikinn.#þingsetning, seinni hálfleikur: shit just got serious! pic.twitter.com/3LlB5CQaAf— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Í gegnum herlegheitin var Andrés með puttann á púlsinum hvað veitingarnar varðar. Sörur, snittur og brauð með áleggi var á boðstólnum fyrir þingmenn þegar 146. þing var sett í dag.#matartwitter gæti þótt áhugavert hvað #þingsetning kallar á hófstillt úrval í hádeginu. pic.twitter.com/wipMLvPNQW— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Hlaðborðið fyrir #þingsetning er alveg skítsæmó! En ekki mikið fyrir grænkerana. Cc: @Ragnheidur_Axel pic.twitter.com/SE2kwe6taM— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Snittur og sörur í hálfleik. #þingsetnin pic.twitter.com/xDxGCGb8sZ— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016
Alþingi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira