Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2016 16:00 Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður. Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Gert er ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs afgangi sem nemi 28,4 milljörðum krónum í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017 sem nú er lagt fyrir Alþingi. Í kynningu á frumvarpinu sem haldin var í fjármálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag kom fram að áfram sé byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum undanfarin þrjú ár. Er talað um að afkoma ríkissjóðs hafi batnað ár frá ári eftir að sjálfvirk skuldasöfnun var stöðvuð með fjárlögum ársins 2014 og því fullyrt að fjárlagafrumvarpið árið 2017 sé það fjórða í röð þar sem ger er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs. Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Framlag til heilbrigðismála verður til að mynda aukið um 7,3 milljarða. Heildarframlög á nafnvirði til löggæslumála fara úr 11,8 milljörðum króna í 13,7 milljarða króna á næsta ári.Helstu útgjaldamál í fjárlagafrumvarpi 2017:Breytingar á lögum um almannatryggingar, sameining bótaflokka ellilífeyrisþega í einn grunnlífeyri og fleira - samtals 11,1 milljarðar króna.Aukin rekstrarframlög til heilbrigðismála, þar af aukin framlög til styrkingar á rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu hátt í 4 milljarðar króna og 1,5 milljarðar vegna nýs rammasamnings um rekstur hjúkrunarheimila. Samtals 7,3 milljarðar.Hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar LSR úr 11,5 prósentum í 15,1 prósent frá og með næstu áramótum, samtals 4,5 milljarðar króna.Aukning útgjalda til mennta- og menningarmála, svo sem vegna styrkingar á rekstrargrunni háskóla og framhaldsskóla, auk þess sem veitt er framlag til listaframhaldsskóla til eflingar tónlistarfræðslu, samtals 2,5 milljarðar.Nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, samtals 1,1 milljarður króna.Nýtt húsnæðisbótakerfi sem tekur gildi frá og með næstu áramótum. Heildarumfang kerfisins verður um 6,5 milljarðar króna en aukin framlög nema 785 milljónir króna, samtals 0,8 milljarðar króna.Byggðar- og sóknaráætlanir landshluta, samtals 0,5 milljarðar króna.Fjárhæðir og tekjuviðmiðunarmörk barnabóta ásamt eignarmörkum vegna vaxtabóta hækkun þannig að framlög milli áranna 2016 og 2017 haldist áfram óbreytt.Ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni í frumvarpinu eru til dæmis:Framlög vegna byggingar þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016 til 2018.Byggingar nýrrar Vestmannaeyjaferju - samtals 1,1 milljarður króna (4,4 milljarðar í heildarkostnað)Aukin framlög til almennra vegaframkvæmda - samtals einn milljarður.
Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00