Viðskipta- og lagadeildir Háskólans í Reykjavík efna til málstofu um blekkta neytendur, hugtakið ,,grænþvott“, samfélagsábyrgð, bótarétt, dýravelferð og upplýsingaskyldu stjórnvalda í Brúneggjamálinu. Málstofan fer fram í stofu V206 og stendur yfir frá 12 til 13.
Beina útsendingu má sjá hér að neðan.
Málefni eggjaframleiðandans Brúneggja hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarna viku eftir að upp komst að Matvælastofnun gerði endurtekið athugasemdir við framleiðandann. Framleiðandinn auglýsti vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði þess efnis að eggin teldust vistvæn.
Dagskrá:
Hrært, spælt og steikt. Neytendur og markaðssetning matvæla.
Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild HR.
Lagaumhverfi dýravelferðar.
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.
Þankar um bótarétt neytenda og upplýsingaskyldur stjórnvalda.
Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild HR.
Hrein egg ─ um grænþvott og ábyrga matvælaframleiðslu.
Ketill Berg Magnússon, aðjúnkt við viðskiptadeild HR og forstöðmaður FESTU, félags um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.
Fundarstjóri er Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði við HR.
Aðgangur er ókeypis og málstofan er öllum opin.