Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2016 12:43 Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Vísir/GVA Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15