Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2016 12:43 Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Vísir/GVA Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15