Fjölmargir mættu til að sjá hið gamla lifna við - Myndir Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2016 17:00 66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn. Í tilefni afmælisins hefur verið gerð lítil afmælislína þar sem finna má nokkrar flíkur sem ættu að vera landsmönnum vel kunnar. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins. Á meðal flíka sem má finna í línunni er Kría útivistarjakkinn sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kominn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann að mjög góðan alhliða útivistarjakka í 90‘s sniði. Í línunni má einnig finna Kríu flíspeysuna og Kraft gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi. Margt góðra gesta kíkti á kynninguna sem haldin var í verslun 66°Norður á Laugavegi. Logi Petro spilaði tónlist og myndaðist góð stemmning á meðan kynningunni stóð. Hér að ofan má sjá myndir úr teitinu. Tíska og hönnun Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum. Íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn. Í tilefni afmælisins hefur verið gerð lítil afmælislína þar sem finna má nokkrar flíkur sem ættu að vera landsmönnum vel kunnar. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins. Á meðal flíka sem má finna í línunni er Kría útivistarjakkinn sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kominn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann að mjög góðan alhliða útivistarjakka í 90‘s sniði. Í línunni má einnig finna Kríu flíspeysuna og Kraft gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi. Margt góðra gesta kíkti á kynninguna sem haldin var í verslun 66°Norður á Laugavegi. Logi Petro spilaði tónlist og myndaðist góð stemmning á meðan kynningunni stóð. Hér að ofan má sjá myndir úr teitinu.
Tíska og hönnun Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira