Innlent

Setning Alþingis: Áslaug Arna mætir með ömmu upp á arminn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Flestir þingmenn ætla sér að mæta maka. Áslaug mætir með ömmu sína.
Flestir þingmenn ætla sér að mæta maka. Áslaug mætir með ömmu sína. Vísir
Nýtt löggjafarþing kemur saman á morgun 6.desember klukkan 13:30 í Alþingishúsinu. Einnig er búist við því að  fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verði lagt fram.

Um hátíðlega athöfn er að ræða og mun þingsetningarathöfn fara fram í Alþingishúsinu og í Dómkirkjunni.

Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu þar sem mun fara fram guðsþjónusta.

Að henni lokinni munu þessir fulltrúar þjóðarinnar ásamt öðrum gestum halda aftur til þinghússins þar sem forseti Íslands mun setja Alþingi, 146. löggjafarþing. Að því loknu verður hlutað til um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarp þá kynnt.

Oftast þegar aðrir gestir mæta á athöfnina er um að ræða maka þingmanna og þeirra embættismanna sem viðstaddir eru.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins upplýsir hinsvegar um það á Twitter síðu sinni að hún ætli sér ekki að feta troðnar slóðir í gestavali á þingsetningunni á morgun.

Í stað þess að taka með sér maka, ætlar hún að mæta með ömmu sína upp á arminn.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×