Óreyndir öryggisverðir Ívar Halldórsson skrifar 5. desember 2016 12:41 Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun