Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2016 16:46 Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04