Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2016 16:46 Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að nú standi flokkarnir fyrir því að mynda ríkisstjórn á mjög breiðum grunni. Hún er vongóð um að slíkt muni takast. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni fyrir stundu og ræddi stuttlega við blaðamenn að fundi loknum. Birgitta segir að Píratar muni nálgast viðræðurnar þannig að enginn einn stýri ferð við borðsendann. „Við nálgumst þetta út frá þeim grunni að það sitji ekki einhver við borðsendann. Við förum í þetta saman, við erum ólík en það er þannig að samfélagið kallar eftir ákveðnum breytingum,“ sagði Birgitta. Hún sagði að takist að mynda þessa ríkisstjórn geti hún verið einhversskonar „lítil þjóðstjórn“ sem starfi frá vinstri til hægri. Hún segist líta til Bjartrar framtíðar og Samfylkingar til að brúa bilið á milli þeirra flokka sem lengst er á milli, VG og Viðreisnar, en upp úr slitnaði úr viðræðum þessara fimm flokka vegna þess að flokkarnir tveir gátu ekki komið sér saman um skattamál.Gera ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Birgitta vonast til þess nú takist að ná málamiðlun um slík mál en fulltrúar flokkanna, utan VG, hittust í vikunni á meðan Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fundaði með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því Píratar fundi á eftir en reiknað er með að fulltrúar flokkanna hefji viðræður á mánudaginn. Að sögn Birgittu munu þeir leggja áherslu á að fyrst verði rætt um stóra samhengið, áður en að rætt verði um einstök mál, svo komast megi fljótt að því hvort að grundvöllur sé fyrir frekari viðræðum. Birgitta sagði að flokkurinn gerði ekki tilkall um forsætisráðuneytið og að Píratar væru opnir fyrir því að leiðtogi einhvers annars flokks í viðræðunum myndi verða forsætisráðherra. Sá sem myndi taka við því embætti yrði að geta leitt fimm flokka í samstarfi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Guðni bað Birgittu um að koma eina Píratar hafa hingað til mætt þrjú í allar viðræður sínar við forseta eða aðra stjórnarflokka. 2. desember 2016 16:04