Voru í vondri trú þegar þeir fengu Sushisamba skráð Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. desember 2016 18:30 Eigendur veitingastaðarins Sushisamba voru í vondri trú í skilningi laga um vörumerki þegar þeir fengu nafnið Sushisamba skráð hjá Einkaleyfastofu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands. Samba LLC hefur rekið veitingastaði undir vörumerkinu sushisamba í Bandaríkjunum frá síðustu aldamótum. Fyrirtækið rak staði undir sama nafni í ýmsum öðrum löndum þegar Sushisamba ehf. fékk vörumerkið skráð hér á landið árið 2011 í flokki veitingaþjónustu. Samba LLC höfðaði mál gegn Sushisamba ehf. til að gæta hagsmuna sinna en áður hafði félagið reynt að fá skráninguna fellda úr gildi hjá Einkaleyfastofu. Áður en Hæstiréttur Íslands kvað upp sinn dóm í gær hafði málið tapast fyrir héraði og fyrir áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Samba LLC hafi sannað með óyggjandi hætti að Sushisamba á Íslandi hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins Sushisamba þegar fyrirtækið fékk merkið skráð hér á landi og verið í „vondri trú“ í skilningi laga um vörumerki. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Vörumerkið sushisamba er orðmerki og er merkja- og þjónustulíking vörumerkja aðila því alger. Þá verður ekki horft fram hjá því að við samanburð á inngangstexta að matseðlum málsaðila um uppruna matargerðarinnar, sem sé að rekja til þess þegar þúsundir Japana hafi flust til Suður-Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, er orðalag sláandi líkt.“ Þegar textinn á matseðli Sushisamba í Bandaríkjunum er borinn saman við textann á Sushisamba á Íslandi og fjallað er um í dómi Hæstaréttar sést að orðalag er næstum því nákvæmlega eins. Skráning Sushisamba verður afmáð hjá Einkaleyfastofu og fyrirtækinu er gert að skipta um nafn og vörumerki. Þá þarf fyrirtækið að greiða Samba LLC eina og hálfa milljón króna í bætur fyrir hagnýtingu á hugverkaréttindum bandaríska fyrirtækisins og tvær milljónr króna í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti. Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Sushisamba voru í vondri trú í skilningi laga um vörumerki þegar þeir fengu nafnið Sushisamba skráð hjá Einkaleyfastofu. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands. Samba LLC hefur rekið veitingastaði undir vörumerkinu sushisamba í Bandaríkjunum frá síðustu aldamótum. Fyrirtækið rak staði undir sama nafni í ýmsum öðrum löndum þegar Sushisamba ehf. fékk vörumerkið skráð hér á landið árið 2011 í flokki veitingaþjónustu. Samba LLC höfðaði mál gegn Sushisamba ehf. til að gæta hagsmuna sinna en áður hafði félagið reynt að fá skráninguna fellda úr gildi hjá Einkaleyfastofu. Áður en Hæstiréttur Íslands kvað upp sinn dóm í gær hafði málið tapast fyrir héraði og fyrir áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Samba LLC hafi sannað með óyggjandi hætti að Sushisamba á Íslandi hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins Sushisamba þegar fyrirtækið fékk merkið skráð hér á landi og verið í „vondri trú“ í skilningi laga um vörumerki. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Vörumerkið sushisamba er orðmerki og er merkja- og þjónustulíking vörumerkja aðila því alger. Þá verður ekki horft fram hjá því að við samanburð á inngangstexta að matseðlum málsaðila um uppruna matargerðarinnar, sem sé að rekja til þess þegar þúsundir Japana hafi flust til Suður-Ameríku á fyrri hluta 20. aldar, er orðalag sláandi líkt.“ Þegar textinn á matseðli Sushisamba í Bandaríkjunum er borinn saman við textann á Sushisamba á Íslandi og fjallað er um í dómi Hæstaréttar sést að orðalag er næstum því nákvæmlega eins. Skráning Sushisamba verður afmáð hjá Einkaleyfastofu og fyrirtækinu er gert að skipta um nafn og vörumerki. Þá þarf fyrirtækið að greiða Samba LLC eina og hálfa milljón króna í bætur fyrir hagnýtingu á hugverkaréttindum bandaríska fyrirtækisins og tvær milljónr króna í málskostnað fyrir héraði og Hæstarétti.
Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira