Vill eftirlit úr höndum ríkisins Svavar Hávarðsson skrifar 2. desember 2016 11:00 Andrés Magnússon neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés. Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlitskerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvælastofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í löndunum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiðaskoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bifreiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vottunarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópureglum. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytendamála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viðurkenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. Forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jónsson, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neytenda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri lagatúlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heildstæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neytendur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés.
Brúneggjamálið Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira