Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Þórunn Egilsdóttir var annar þingforseti á síðasta þingi. Þeir sem voru á undan henni í röðinni, Einar K. Guðfinnsson og Kristján Möller, eru hættir á þingi og því gegnir hún embættinu þangað til nýr þingforseti verður kosinn. Vísir/Pjetur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira