Sushisamba má ekki heita Sushisamba Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 16:47 Sushisamba í Þingholtsstræti má ekki heita Sushisamba samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í dag. vísir/getty Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda frá því í september 2014 þess efnis að veitingastaðurinn Sushisamba megi heita Sushisamba en eigendur alþjóðlegu keðjunnar Samba LLC stefndu veitingastaðnum hér á landi þar sem þeir telja sig eiga einkarétt á nafninu Sushisamba. Á það hefur Hæstiréttur nú fallist en bæði áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda sem og Héraðsdómur Reykjavíkur höfðu úrskurðað íslenska veitingastaðnum í vil. Samba LLC rekur veitingastaði undir nafni Sushisamba víða um heim og hefur einkaleyfi á því. Fyrirtækið benti áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda meðal annars á að erlendur dýraverndunarsinni hefðu farið inn á veitingastað Sushisamba á Íslandi og orðið fyrir áfalli við að sjá þar hrefnukjöt á boðstólunum. Neysla hvalakjöts sé mjög viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og því gætu fréttir um slíkt haft afar neikvæð áhrif á hið alþjóðlega vörumerki. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á rökstuðning Samba LLC og taldi að sýna þyrfti fram á að skráning vörumerkisins hefði verið í „vondri trú.“ Þar dugi ekki sýna fram á að eigendur Sushisamba á Íslandi hefðu vitað eða hefði mátt vita um tilvist erlenda vörumerkisins. Samba LCC hafi ekki sýnt fram á að tilgangur skráningarinnar Sushisamba á Íslandi hafi verið að hindra aðkomu erlenda vörumerkisins hér á landi, notfæra sér viðskiptavild þess eða hagnast fjárhagslega á skráningunni.Héraðsdómur taldi að sama skapi ósannað að eigendur Sushisamba hér á landi hafi þekkt erlenda merkið þegar reksturinn var hafinn. Því var ekki hægt að fallast á að neytendur hafi verið vísvitandi blekktir með notkun merkisins samkvæmt dómnum. Í reifun á dómi Hæstaréttar í málinu nú kemur fram að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að vörumerkið Sushisamba hefði verið „alþekkt“ hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hafi fyrirtækið sannað að eigendur íslenska veitingastaðarins hafi vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar þeir fengu vörumerkið skráð hér árið 2011 og verið í vondri trú samkvæmt lögum um vörumerki. „Við það mat þótti ekki skipta máli þótt tilgangur S ehf. með skráningunni hefði ekki eingöngu verið að hindra aðgang S LLC að markaðnum eða hagnast fjárhagslega á því, þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir S LLC á því að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. Í því sambandi var einnig litið til þeirrar víðtæku lagalegu verndar sem S LLC hafði aflað vörumerki sínu. Var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar því felldur úr gildi, svo og skráning vörumerkisins hér á landi. Þá var S ehf. jafnframt gert að greiða S LLC endurgjald að fjárhæð 1.500.000 krónur fyrir hagnýtingu merkisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. laga nr. 45/1997, auk þess sem viðurkennt var að S ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum,“ segir í reifun dóms Hæstaréttar en dóminn í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50 Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Vilja banna hinn íslenska Sushi Samba Alþjóðlega veitingakeðjan Sushi Samba hefur stefnt eigendum íslenska veitingastaðarins og vilja banna notkun nafnsins. 6. mars 2015 14:50
Sushisamba má heita Sushisamba Erlenda veitingakeðjan Samba, sem rekur veitingastaði undir nafninu Sushisamba, höfðaði mál gegn eigendum Sushisamba í Þingholtsstræti. 12. nóvember 2015 17:40