Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 14:46 Bjarni og Katrín munu halda fundi sínum áfram í dag. Fundinum í gær lauk ekki að sögn Katrinar. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15
Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00