Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. desember 2016 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Vísir/Ernir Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr. Alþingi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Forsætisráðherra efast stórlega um að mynduð verði ný ríkisstjórn fyrir áramótin. Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar framtíðar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. Það var fundað stíft á Alþingi í dag. Þingmenn vonast til þess að geta afgreitt fjárlagafrumvarpið fyrir jól en það er skammur tími til stefnu. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í dag með þingflokksformönnum og formönnum flokkanna. Stuttur þingfundur var klukkan þrjú þar en þá voru kosnir nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. Þingið þarf að afgreiða nokkur stór mál fyrir áramótin. Svo sem fjárlögin og frumvörp um lífeyrissjóði og kjararáð. „Það er enn unnið samkvæmt því að það sé mögulegt að klára fyrir jól en tíminn er að verða mjög naumur. Þannig að á morgun geri ég nú ráð fyrir því að það fari að skýrast,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Á meðan að þingmenn standa í ströngu á Alþingi er lítið að frétta af myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Allir eru að reyna bara eins og þeir geta að vinna eins vel og þeir geta í þessum þingnefndum og vinna þessi þingstörf svo bragur sé á,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Benedikt segir hugsanlegt að það takist ekki að mynda nýja ríkisstjórn á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra tekur í sama streng og segist stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa rætt saman undanfarið en möguleikunum sem í boði eru, þegar mynda á nýja ríkisstjórn, hafi fækkað. „Það er frekar þannig að það hafi lokast dyr og möguleikar á ríkisstjórnarsamstörfum síðustu vikurnar. Ég held að það séu allir dálítið mikið að taka forsetann á orðinu að reyna að finna lausnir,“ segir Óttar og að hann hafi átt samtöl við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um þá stöðu sem er uppi. „Ég held að verkefnin sem að við höfum fyrir okkur, fyrir núna áramótin, að ná saman fjárlögum og þau verkefni sem við þurfum að klára á þinginu þau gefa nú ekki mikinn tíma aukreitis til þess að mynda eins og eina ríkisstjórn. Sérstaklega miðað við hvað það virðist vera erfitt að ná henni saman miðað við síðustu vikurnar,“ segir Óttarr.
Alþingi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira