Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Kristján Már Unnarsson skrifar 26. desember 2016 20:00 Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. Fjallað var um málið í þættinum Landnemarnir á Stöð 2. Á Íslandi efast menn ekki um að Skálholt í dag sé það sama og fyrsti biskupinn sat, Eyjafjörður og Kristnes séu þau sömu og Helgi magri nam, og að Bergþórshvoll sé sá sami og í Njálssögu enda tryggði órofin byggðasaga á Íslandi að vitneskjan um örnefnin færðist á milli kynslóða. Í fornum lýsingum frá norrænu byggðinni á Grænlandi er getið fjölda örnefna. Menn hafa með ýmsum ráðum reynt að staðsetja mörg þeirra þótt vitneskjan hafi glatast þegar þjóðin hvarf. Það er helst að örnefni eins og Hvítanes geti bent á sjálft sig. Þetta hefur raunar verið ráðgáta sem fræðimenn hafa glímt við í nærri þrjúhundruð ár. Lengi vel töldu menn að Brattahlíð hafi verið þar sem nú er þorpið Igaliku en svo fannst biskupsgröf sem sannfærði menn um að þar hafi verið biskupsetrið Garðar. Þá þurfti að finna Brattahlíð nýjan stað og varð niðurstaðan þar sem nú er þorpið Qassiarsuk.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fornleifafræðingurinn Ole Guldager er meðal þeirra sem efast um að það sé hin rétta Brattahlíð. Hann telur að örnefnið sjálft sé vísbending og spyr hvar brattinn sé í hinni opinberu Brattahlíð. „Þar er engin brött hlíð, en hér er hana að finna,“ segir Ole um leið og hann bendir á annan stað við hinn forna Eiríksfjörð. „Þegar maður siglir hér inn fjörðinn sér maður bratta hlíð fjallsins.“ Fjallið bratta. Ole Guldager telur að Brattahlíð hafi staðið á grundunum undir þessu fjalli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ole telur að bær Eiríks rauða hafi staðið nær fjarðarbotni og dregið nafn sitt af bröttu fjalli þar fyrir ofan. „Fjallið þarna, sem stendur fyrir ofan rústirnar, tel ég að sé hið forna Brattahlíðarfjall,“ segir Ole. Í þættinum Landnemarnir mátti heyra hann færa frekari rök fyrir skoðun sinni en þar var jafnframt grafist fyrir um það hversvegna norræna þjóðin á Grænlandi hvarf. Næsti þáttur Landnemanna er á dagskrá mánudaginn 2. janúar. Hann ber titilinn Leifur heppni og fjallar um Vínlandsferðirnar. Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. Fjallað var um málið í þættinum Landnemarnir á Stöð 2. Á Íslandi efast menn ekki um að Skálholt í dag sé það sama og fyrsti biskupinn sat, Eyjafjörður og Kristnes séu þau sömu og Helgi magri nam, og að Bergþórshvoll sé sá sami og í Njálssögu enda tryggði órofin byggðasaga á Íslandi að vitneskjan um örnefnin færðist á milli kynslóða. Í fornum lýsingum frá norrænu byggðinni á Grænlandi er getið fjölda örnefna. Menn hafa með ýmsum ráðum reynt að staðsetja mörg þeirra þótt vitneskjan hafi glatast þegar þjóðin hvarf. Það er helst að örnefni eins og Hvítanes geti bent á sjálft sig. Þetta hefur raunar verið ráðgáta sem fræðimenn hafa glímt við í nærri þrjúhundruð ár. Lengi vel töldu menn að Brattahlíð hafi verið þar sem nú er þorpið Igaliku en svo fannst biskupsgröf sem sannfærði menn um að þar hafi verið biskupsetrið Garðar. Þá þurfti að finna Brattahlíð nýjan stað og varð niðurstaðan þar sem nú er þorpið Qassiarsuk.Horft yfir þann stað sem í dag er talinn hafa verið Brattahlíð, landnámsjörð Eiríks rauða. Deilt er um hvort þetta sé rétti staðurinn.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fornleifafræðingurinn Ole Guldager er meðal þeirra sem efast um að það sé hin rétta Brattahlíð. Hann telur að örnefnið sjálft sé vísbending og spyr hvar brattinn sé í hinni opinberu Brattahlíð. „Þar er engin brött hlíð, en hér er hana að finna,“ segir Ole um leið og hann bendir á annan stað við hinn forna Eiríksfjörð. „Þegar maður siglir hér inn fjörðinn sér maður bratta hlíð fjallsins.“ Fjallið bratta. Ole Guldager telur að Brattahlíð hafi staðið á grundunum undir þessu fjalli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ole telur að bær Eiríks rauða hafi staðið nær fjarðarbotni og dregið nafn sitt af bröttu fjalli þar fyrir ofan. „Fjallið þarna, sem stendur fyrir ofan rústirnar, tel ég að sé hið forna Brattahlíðarfjall,“ segir Ole. Í þættinum Landnemarnir mátti heyra hann færa frekari rök fyrir skoðun sinni en þar var jafnframt grafist fyrir um það hversvegna norræna þjóðin á Grænlandi hvarf. Næsti þáttur Landnemanna er á dagskrá mánudaginn 2. janúar. Hann ber titilinn Leifur heppni og fjallar um Vínlandsferðirnar.
Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00