Skakka törnin og Pisa Ívar Halldórsson skrifar 19. desember 2016 11:57 Við erum búin að áorka heilmiklu þessa vikuna. Okkur tókst næstum að eyðileggja jólin fyrir kristnum hælisleitanda og dæma hann þar með til dauða í einhvers konar meðvirkni með ákveðinni reglugerð. Hann braut Ramadan hefðina í landi sínu og móðgaði þar trúglaða múslima. Honum var víst nær að setja sig upp á móti múslimum og aðhyllast friðsamleg kristin gildi. Að honum skyldi detta í hug að hann fengi samúð okkar hér, einmitt nú þegar við erum að reyna að sparka kristinni trú út úr skólunum okkar. Hann fær þó að halda jólin hér, en svo sjáum við til hvernig okkur líður eftir jólasteikina. Við skömmuðum fyrrverandi forsætisráðherra opinberlega á Fésinu og gáfum honum okkar faglega álit um heilbrigði hans – honum að kostnaðarlausu. Nú þarf hann ekki að fara í geðrannsókn og borga úr eigin vasa. Það er heppilegt að við erum öll svo miklu betri og heiðarlegri en hann, skynsamari í samskiptum og liprari við fjölmiðla sem aldrei láta okkur og fjölskylduna okkar í friði. Hjá okkur var þetta ekki spurningin um hver okkar syndlausu kastaði fyrsta steininum. Við gættum þess auðvitað að nógu margir hentu í einu þannig að ómögulegt væri að sjá hver grýtti fyrsta hnullungnum. Talandi um geðheilsu þá fannst okkur skynsamlegt að gefa Landspítalanum nægilegt fjárhagslegt svigrúm til geta sagt upp fleiri starfsmönnum, af því að heilbrigðisþjónustan er svo slæm...?! Engin þversögn í þessu. Við erum nefnilega svo samkvæm sjálfum okkur og skynsöm þegar við tökum okkur saman um að leysa stóru málin. Geðheilsa okkar kann góðri lukku að stýra í heilbrigðismálunum alla vega. Okkur fannst ekkert athugavert við að fatlaður einstaklingur þyrfti að ganga níu kílómetra til að komast í strætó. Við erum mörg að ganga þessa vegalengd og jafnvel lengra án þess að hafa hækjur til að styðja okkur við! En við kannski athugum málið núna fyrst hann þurfti endilega að fara að bera fram kæru. Svo er okkur að takast að klára fiskinn í landinu af því að við erum búin að sætta okkur við samningslausa sjómenn frá 2011. Við erum náttúrulega orðin svakalega góð í að mismuna launþegum, hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, tónlistarkennarar eða læknar. Það er svo erfitt að skilja af hverju fólk er ekki tilbúið að vinna fyrir skít á priki í svona fallegu landi þar sem eru norðurljós, Björk Guðmundsdóttir, skyr og allt. Pínu skökk törn hjá okkur og talsvert viðburðarík vika þótt engin finnist ríkisstjórnin fyrir þessa litlu en fyrirferðamiklu eyju. Það er þó gott að vita að jólabókaflóðið gæti náð upp í neðstu greinar jólatrjáa á heimilum landsmanna. Það skyldi þó aldrei vera, að vegna birtingar Pisa-skýrslunnar komist snjallsímarnir í smá jólafrí frá eigendum sínum þessi jól. Kannski komum við betur fram við hvort annað þegar við sjáum að fólkið í landinu er ekki bara prófælar á netinu – heldur einstaklingar af holdi og blóði sem myndu þiggja sanngirni, virðingu og umhyggju. Við getum alltaf gert betur og gerum það eflaust á komandi ári. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við erum búin að áorka heilmiklu þessa vikuna. Okkur tókst næstum að eyðileggja jólin fyrir kristnum hælisleitanda og dæma hann þar með til dauða í einhvers konar meðvirkni með ákveðinni reglugerð. Hann braut Ramadan hefðina í landi sínu og móðgaði þar trúglaða múslima. Honum var víst nær að setja sig upp á móti múslimum og aðhyllast friðsamleg kristin gildi. Að honum skyldi detta í hug að hann fengi samúð okkar hér, einmitt nú þegar við erum að reyna að sparka kristinni trú út úr skólunum okkar. Hann fær þó að halda jólin hér, en svo sjáum við til hvernig okkur líður eftir jólasteikina. Við skömmuðum fyrrverandi forsætisráðherra opinberlega á Fésinu og gáfum honum okkar faglega álit um heilbrigði hans – honum að kostnaðarlausu. Nú þarf hann ekki að fara í geðrannsókn og borga úr eigin vasa. Það er heppilegt að við erum öll svo miklu betri og heiðarlegri en hann, skynsamari í samskiptum og liprari við fjölmiðla sem aldrei láta okkur og fjölskylduna okkar í friði. Hjá okkur var þetta ekki spurningin um hver okkar syndlausu kastaði fyrsta steininum. Við gættum þess auðvitað að nógu margir hentu í einu þannig að ómögulegt væri að sjá hver grýtti fyrsta hnullungnum. Talandi um geðheilsu þá fannst okkur skynsamlegt að gefa Landspítalanum nægilegt fjárhagslegt svigrúm til geta sagt upp fleiri starfsmönnum, af því að heilbrigðisþjónustan er svo slæm...?! Engin þversögn í þessu. Við erum nefnilega svo samkvæm sjálfum okkur og skynsöm þegar við tökum okkur saman um að leysa stóru málin. Geðheilsa okkar kann góðri lukku að stýra í heilbrigðismálunum alla vega. Okkur fannst ekkert athugavert við að fatlaður einstaklingur þyrfti að ganga níu kílómetra til að komast í strætó. Við erum mörg að ganga þessa vegalengd og jafnvel lengra án þess að hafa hækjur til að styðja okkur við! En við kannski athugum málið núna fyrst hann þurfti endilega að fara að bera fram kæru. Svo er okkur að takast að klára fiskinn í landinu af því að við erum búin að sætta okkur við samningslausa sjómenn frá 2011. Við erum náttúrulega orðin svakalega góð í að mismuna launþegum, hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, tónlistarkennarar eða læknar. Það er svo erfitt að skilja af hverju fólk er ekki tilbúið að vinna fyrir skít á priki í svona fallegu landi þar sem eru norðurljós, Björk Guðmundsdóttir, skyr og allt. Pínu skökk törn hjá okkur og talsvert viðburðarík vika þótt engin finnist ríkisstjórnin fyrir þessa litlu en fyrirferðamiklu eyju. Það er þó gott að vita að jólabókaflóðið gæti náð upp í neðstu greinar jólatrjáa á heimilum landsmanna. Það skyldi þó aldrei vera, að vegna birtingar Pisa-skýrslunnar komist snjallsímarnir í smá jólafrí frá eigendum sínum þessi jól. Kannski komum við betur fram við hvort annað þegar við sjáum að fólkið í landinu er ekki bara prófælar á netinu – heldur einstaklingar af holdi og blóði sem myndu þiggja sanngirni, virðingu og umhyggju. Við getum alltaf gert betur og gerum það eflaust á komandi ári. Gleðileg jól!
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun