Leynd ríkir um kostnað sem þingmenn rukka Sveinn Arnarson skrifar 19. desember 2016 07:00 Allir reikningar breskra þingmanna sem hið opinbera greiðir eru opinberir almenningi. Því er öfugt farið hér á landi. Vísir/GVA Árið 2015 lögðu þingmenn fram reikninga vegna starfskostnaðar upp á 7,3 milljónir króna. Fyrstu tíu mánuði þessa árs, kosningaárs, hljóðuðu reikningarnir upp á 8,7 milljónir. Ekki fæst uppgefið frá þinginu í hvað þessir fjármunir fara. Samkvæmt reglum sem forsætisnefnd þingsins setur sjálf geta þingmenn lagt fram reikninga fyrir vinnu sína. Hver þingmaður fær greiddar um 90 þúsund krónur í starfskostnað sem greiddur er skattur af. Leggi þingmenn fram reikninga fyrir kostnaði minnkar skattstofn starfskostnaðar sem því nemur. Ekki er hægt að sjá hvernig þingmenn nýttu sér þennan möguleika og hver ástæðan er fyrir því að reikningarnir hækka um eina og hálfa milljón á kosningaári. „Við þurfum að auka tiltrú á Alþingi og því er um að gera að gera þessa reikninga opinbera,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Sumir þingmenn nýta sér ekki að leggja fram reikninga og eru mjög latir í því á meðan aðrir nýta sér þetta form nokkuð vel. En til að auka gegnsæið er enginn vandi að gera þessar upplýsingar opinberar.“ Fréttablaðið hefur einnig óskað eftir gögnum um akstur þingmanna en þingmenn fá greidda aksturspeninga. Þessar greiðslur hafa ekki fengist sundurliðaðar á þingmenn en heildargreiðslur í fyrra vegna aksturs voru um 38,5 milljónir króna. Forsætisnefnd þingsins mun á næstu vikum fara yfir það hvort breytinga sé þörf á þessu kerfi eftir að þingfararkaup var hækkað um 44 prósent á sunnudeginum eftir kosningar. Birgitta vonast eftir að laun þingmanna verði straumlínulöguð á næstu vikum. „Við vitum að það er dýrara fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæma að vera þingmenn og því er eðlilegt að kostnaður við þeirra störf sé meiri. En við þurfum að opna bókhaldið okkar enn frekar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sveinn Arnarson Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Sjá meira
Árið 2015 lögðu þingmenn fram reikninga vegna starfskostnaðar upp á 7,3 milljónir króna. Fyrstu tíu mánuði þessa árs, kosningaárs, hljóðuðu reikningarnir upp á 8,7 milljónir. Ekki fæst uppgefið frá þinginu í hvað þessir fjármunir fara. Samkvæmt reglum sem forsætisnefnd þingsins setur sjálf geta þingmenn lagt fram reikninga fyrir vinnu sína. Hver þingmaður fær greiddar um 90 þúsund krónur í starfskostnað sem greiddur er skattur af. Leggi þingmenn fram reikninga fyrir kostnaði minnkar skattstofn starfskostnaðar sem því nemur. Ekki er hægt að sjá hvernig þingmenn nýttu sér þennan möguleika og hver ástæðan er fyrir því að reikningarnir hækka um eina og hálfa milljón á kosningaári. „Við þurfum að auka tiltrú á Alþingi og því er um að gera að gera þessa reikninga opinbera,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Sumir þingmenn nýta sér ekki að leggja fram reikninga og eru mjög latir í því á meðan aðrir nýta sér þetta form nokkuð vel. En til að auka gegnsæið er enginn vandi að gera þessar upplýsingar opinberar.“ Fréttablaðið hefur einnig óskað eftir gögnum um akstur þingmanna en þingmenn fá greidda aksturspeninga. Þessar greiðslur hafa ekki fengist sundurliðaðar á þingmenn en heildargreiðslur í fyrra vegna aksturs voru um 38,5 milljónir króna. Forsætisnefnd þingsins mun á næstu vikum fara yfir það hvort breytinga sé þörf á þessu kerfi eftir að þingfararkaup var hækkað um 44 prósent á sunnudeginum eftir kosningar. Birgitta vonast eftir að laun þingmanna verði straumlínulöguð á næstu vikum. „Við vitum að það er dýrara fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæma að vera þingmenn og því er eðlilegt að kostnaður við þeirra störf sé meiri. En við þurfum að opna bókhaldið okkar enn frekar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sveinn Arnarson
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Sjá meira