Leynd ríkir um kostnað sem þingmenn rukka Sveinn Arnarson skrifar 19. desember 2016 07:00 Allir reikningar breskra þingmanna sem hið opinbera greiðir eru opinberir almenningi. Því er öfugt farið hér á landi. Vísir/GVA Árið 2015 lögðu þingmenn fram reikninga vegna starfskostnaðar upp á 7,3 milljónir króna. Fyrstu tíu mánuði þessa árs, kosningaárs, hljóðuðu reikningarnir upp á 8,7 milljónir. Ekki fæst uppgefið frá þinginu í hvað þessir fjármunir fara. Samkvæmt reglum sem forsætisnefnd þingsins setur sjálf geta þingmenn lagt fram reikninga fyrir vinnu sína. Hver þingmaður fær greiddar um 90 þúsund krónur í starfskostnað sem greiddur er skattur af. Leggi þingmenn fram reikninga fyrir kostnaði minnkar skattstofn starfskostnaðar sem því nemur. Ekki er hægt að sjá hvernig þingmenn nýttu sér þennan möguleika og hver ástæðan er fyrir því að reikningarnir hækka um eina og hálfa milljón á kosningaári. „Við þurfum að auka tiltrú á Alþingi og því er um að gera að gera þessa reikninga opinbera,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Sumir þingmenn nýta sér ekki að leggja fram reikninga og eru mjög latir í því á meðan aðrir nýta sér þetta form nokkuð vel. En til að auka gegnsæið er enginn vandi að gera þessar upplýsingar opinberar.“ Fréttablaðið hefur einnig óskað eftir gögnum um akstur þingmanna en þingmenn fá greidda aksturspeninga. Þessar greiðslur hafa ekki fengist sundurliðaðar á þingmenn en heildargreiðslur í fyrra vegna aksturs voru um 38,5 milljónir króna. Forsætisnefnd þingsins mun á næstu vikum fara yfir það hvort breytinga sé þörf á þessu kerfi eftir að þingfararkaup var hækkað um 44 prósent á sunnudeginum eftir kosningar. Birgitta vonast eftir að laun þingmanna verði straumlínulöguð á næstu vikum. „Við vitum að það er dýrara fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæma að vera þingmenn og því er eðlilegt að kostnaður við þeirra störf sé meiri. En við þurfum að opna bókhaldið okkar enn frekar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sveinn Arnarson Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Árið 2015 lögðu þingmenn fram reikninga vegna starfskostnaðar upp á 7,3 milljónir króna. Fyrstu tíu mánuði þessa árs, kosningaárs, hljóðuðu reikningarnir upp á 8,7 milljónir. Ekki fæst uppgefið frá þinginu í hvað þessir fjármunir fara. Samkvæmt reglum sem forsætisnefnd þingsins setur sjálf geta þingmenn lagt fram reikninga fyrir vinnu sína. Hver þingmaður fær greiddar um 90 þúsund krónur í starfskostnað sem greiddur er skattur af. Leggi þingmenn fram reikninga fyrir kostnaði minnkar skattstofn starfskostnaðar sem því nemur. Ekki er hægt að sjá hvernig þingmenn nýttu sér þennan möguleika og hver ástæðan er fyrir því að reikningarnir hækka um eina og hálfa milljón á kosningaári. „Við þurfum að auka tiltrú á Alþingi og því er um að gera að gera þessa reikninga opinbera,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Sumir þingmenn nýta sér ekki að leggja fram reikninga og eru mjög latir í því á meðan aðrir nýta sér þetta form nokkuð vel. En til að auka gegnsæið er enginn vandi að gera þessar upplýsingar opinberar.“ Fréttablaðið hefur einnig óskað eftir gögnum um akstur þingmanna en þingmenn fá greidda aksturspeninga. Þessar greiðslur hafa ekki fengist sundurliðaðar á þingmenn en heildargreiðslur í fyrra vegna aksturs voru um 38,5 milljónir króna. Forsætisnefnd þingsins mun á næstu vikum fara yfir það hvort breytinga sé þörf á þessu kerfi eftir að þingfararkaup var hækkað um 44 prósent á sunnudeginum eftir kosningar. Birgitta vonast eftir að laun þingmanna verði straumlínulöguð á næstu vikum. „Við vitum að það er dýrara fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæma að vera þingmenn og því er eðlilegt að kostnaður við þeirra störf sé meiri. En við þurfum að opna bókhaldið okkar enn frekar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sveinn Arnarson
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira