Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 17:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Auðunn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“. Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“.
Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30
Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08