Verðlaunatillaga: Svona verða nýjar skrifstofur þingmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2016 16:22 Vinningstillagan frá Studio Granda, tölvuteikning. Arkitektar frá Studio Granda stóð uppi sem sigurvegari í hönnunarsamkeppi um nýbyggingu á Alþingisreitnum. Tilkynnt var um úrslitin á kynningu í Landsímahúsinu í dag en 22 aðilar skiluðu tillögum. Studio Granda hlaut sjö milljónir króna í sigurlaun. Í öðru sæti í keppninni urðu T.ark arkitektar og hlutu 4,5 milljónir króna í verðlaunafé. Í þriðja sæti urðu PKdM arkitektar og hlutu 2,5 milljónir króna í sinni hlut. Svo segir í tilkynningu til fjölmiðla. Gerð er ráð fyrir að byggingin taki þrjú ár í byggingu og verði vígð áramótin 2019/2020. Sýning á öllum tillögum verður opin á morgun í Landsímahúsinu á milli 14 og 17 og svo á milli 16 og 18 á virkum dögum fram að áramótum.Úr verðlaunatillögunni.Dómnefndin var einhuga um verðlaunatillöguna en í niðurstöðu dómnefndar kemurfram að tillagan „felur í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld.“ Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur séu dregin fram og myndi samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber isamtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Tillagan sem hlaut annað sæti, frá T.ark arkitektum.„Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang og þau endurspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dagsbirtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hringgangur innan hverrar hæðar umhverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigjanleika í nýtingu.“ Segir að tillagan sé í heild verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll hafi verið tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld. „Við mat dómnefndar á innsendum tillögum kom í ljós að fermetratala sú sem tilgreind var í rýmistöflu keppnislýsingar undir liðnum Önnur rými var að öllum líkindum vanáætluð. Aftur á móti var staðfest, við endurútreikning á stærðum verðlaunaðra tillagna, að nettóstærðir þeirra voru innan eðlilegra stærðarmarka húsrýmisáætlunar.“ Alþingi Tengdar fréttir 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira
Arkitektar frá Studio Granda stóð uppi sem sigurvegari í hönnunarsamkeppi um nýbyggingu á Alþingisreitnum. Tilkynnt var um úrslitin á kynningu í Landsímahúsinu í dag en 22 aðilar skiluðu tillögum. Studio Granda hlaut sjö milljónir króna í sigurlaun. Í öðru sæti í keppninni urðu T.ark arkitektar og hlutu 4,5 milljónir króna í verðlaunafé. Í þriðja sæti urðu PKdM arkitektar og hlutu 2,5 milljónir króna í sinni hlut. Svo segir í tilkynningu til fjölmiðla. Gerð er ráð fyrir að byggingin taki þrjú ár í byggingu og verði vígð áramótin 2019/2020. Sýning á öllum tillögum verður opin á morgun í Landsímahúsinu á milli 14 og 17 og svo á milli 16 og 18 á virkum dögum fram að áramótum.Úr verðlaunatillögunni.Dómnefndin var einhuga um verðlaunatillöguna en í niðurstöðu dómnefndar kemurfram að tillagan „felur í sér sannfærandi og listræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem aðkallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýrmæta möguleika til framtíðarþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja nýbygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld.“ Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur séu dregin fram og myndi samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber isamtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Tillagan sem hlaut annað sæti, frá T.ark arkitektum.„Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins fremur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlistarverks við aðalinngang og þau endurspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dagsbirtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hringgangur innan hverrar hæðar umhverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigjanleika í nýtingu.“ Segir að tillagan sé í heild verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll hafi verið tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld. „Við mat dómnefndar á innsendum tillögum kom í ljós að fermetratala sú sem tilgreind var í rýmistöflu keppnislýsingar undir liðnum Önnur rými var að öllum líkindum vanáætluð. Aftur á móti var staðfest, við endurútreikning á stærðum verðlaunaðra tillagna, að nettóstærðir þeirra voru innan eðlilegra stærðarmarka húsrýmisáætlunar.“
Alþingi Tengdar fréttir 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Sjá meira
500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46