Vill að brugðist verði við offramleiðslunni Sveinn Arnarson skrifar 16. desember 2016 07:00 Afurðastöðvarnar segja ekki mikla framlegð í lambakjöti eins og staðan er í dag. Vísir/Pjetur Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira