Framsóknarflokkurinn í 100 ár Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. Baráttan fyrir félagslegu jafnrétti, þar sem hverjum manni er gert kleift að njóta sín í félagi manna, er alltaf verðugt viðfangsefni. Vissan um að samvinna skili okkur betur fram veg, en hverjum fyrir sig, mun ætíð vera grunnstefið í starfi flokksins sem og einkunnarorðin sígildu; manngildi ofar auðgildi. Fyrir hálfri öld var skrifað svo um Framsóknarflokkinn í leiðara Tímans: „Þegar lesnar eru fyrstu stefnuyfirlýsingar þeirra flokka, sem hér risu upp eftir 1916, kemur fljótt í ljós, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem haft hefur varanlegast gildi. Alþýðuflokkurinn játaði trú sína á sósíalisma og ríkisrekstur, en er nú löngu fallinn frá því. Íhaldsflokkurinn (síðar Sjálfstæðisflokkurinn) játaði trú sína á hina óheftu samkeppni og bannfærði flest ríkisafskipti, eins og t.d. aðstoð við íbúðabyggingar. Frá þessu hefur hann nú meira eða minna vikið. Framsóknarflokkurinn játaði trú sína á þjóðlega og alhliða umbótastefnu. Sú stefna er í fullu gildi enn í dag, því að hún bindur sig ekki við augnablikskreddur, heldur fylgist með þróuninni og hefur oftast forustuna um hana.“ Samfylgd með þjóðinni í hundrað ár segir sína sögu. Kannski fyrst og fremst þá, að Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið áhrifamikið afl á vettvangi íslenskra þjóðmála. Það hefur verið gæfa flokksins að honum hefur auðnast að laga sig að breyttum tímum og gert það vel, án þess nokkurn tímann að víkja frá grunngildunum. Og enn stöndum við frammi fyrir áskorunum. Ný ríkisstjórn að loknum kosningum í október hefur ekki enn verið mynduð, önnur staða er uppi á Alþingi en við höfum átt að venjast. Úrslit kosninganna eru vísbending um að mynduð verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri. Milli jaðranna vinstri og hægri í stjórnmálum er miðjan, þungamiðjan. Þar erum við og höfum verið í heila öld. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson Tímamót Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. Baráttan fyrir félagslegu jafnrétti, þar sem hverjum manni er gert kleift að njóta sín í félagi manna, er alltaf verðugt viðfangsefni. Vissan um að samvinna skili okkur betur fram veg, en hverjum fyrir sig, mun ætíð vera grunnstefið í starfi flokksins sem og einkunnarorðin sígildu; manngildi ofar auðgildi. Fyrir hálfri öld var skrifað svo um Framsóknarflokkinn í leiðara Tímans: „Þegar lesnar eru fyrstu stefnuyfirlýsingar þeirra flokka, sem hér risu upp eftir 1916, kemur fljótt í ljós, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem haft hefur varanlegast gildi. Alþýðuflokkurinn játaði trú sína á sósíalisma og ríkisrekstur, en er nú löngu fallinn frá því. Íhaldsflokkurinn (síðar Sjálfstæðisflokkurinn) játaði trú sína á hina óheftu samkeppni og bannfærði flest ríkisafskipti, eins og t.d. aðstoð við íbúðabyggingar. Frá þessu hefur hann nú meira eða minna vikið. Framsóknarflokkurinn játaði trú sína á þjóðlega og alhliða umbótastefnu. Sú stefna er í fullu gildi enn í dag, því að hún bindur sig ekki við augnablikskreddur, heldur fylgist með þróuninni og hefur oftast forustuna um hana.“ Samfylgd með þjóðinni í hundrað ár segir sína sögu. Kannski fyrst og fremst þá, að Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið áhrifamikið afl á vettvangi íslenskra þjóðmála. Það hefur verið gæfa flokksins að honum hefur auðnast að laga sig að breyttum tímum og gert það vel, án þess nokkurn tímann að víkja frá grunngildunum. Og enn stöndum við frammi fyrir áskorunum. Ný ríkisstjórn að loknum kosningum í október hefur ekki enn verið mynduð, önnur staða er uppi á Alþingi en við höfum átt að venjast. Úrslit kosninganna eru vísbending um að mynduð verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri. Milli jaðranna vinstri og hægri í stjórnmálum er miðjan, þungamiðjan. Þar erum við og höfum verið í heila öld. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun