Seðlabankinn lækkar stýrivexti í 5 prósent Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2016 09:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Stefán Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. „Þjóðhagsreikningar fyrir fyrstu níu mánuði ársins sýna meiri hagvöxt en Seðlabankinn spáði í nóvember. Vöxtur þjóðarútgjalda var svipaður og spáð var en samsetning hans var önnur. Atvinnuvegafjárfesting jókst meira en einkaneysla minna. Vöxtur útflutnings var einnig meiri en spáð hafði verið og munar þar fyrst og fremst um kröftugan þjónustuútflutning. Metafgangur var á viðskiptajöfnuði á þriðja fjórðungi ársins. Verðbólga mældist 2,1% í nóvember og hefur haldist undir markmiði um tæplega þriggja ára skeið þrátt fyrir miklar launahækkanir og öran vöxt eftirspurnar. Þar vega þungt hagfelld ytri skilyrði og hækkun á gengi krónunnar en ekki síður aðhaldssöm peningastefna sem hefur skapað verðbólguvæntingum kjölfestu. Ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun vaxta er tekin með hliðsjón af síðustu spá Seðlabankans að viðbættum nýjum upplýsingum. Gengi krónunnar hefur hækkað um 1½% frá síðasta fundi nefndarinnar og er nú þegar orðið nokkru hærra en spáð var að það yrði að meðaltali á næsta ári. Þá er samsetning hagvaxtar hagstæðari en spáð var í nóvember að því leyti að útflutningur og atvinnuvegafjárfesting vega þyngra. Hvort tveggja hefur áhrif á áhættumat nefndarinnar. Sem fyrr er töluverð óvissa um stefnuna í ríkisfjármálum, en aðhald hennar hefur slaknað nokkuð undanfarin tvö ár og enn er óljóst hver efnahagsstefna næstu ríkisstjórnar verður. Þá gætir áfram óróa á vinnumarkaði og óvissa er um áhrif næstu skrefa við losun fjármagnshafta. Kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Það gefur nefndinni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Eigi að síður kalla kröftugur vöxtur eftirspurnar og ofangreindir óvissuþættir á varkárni við ákvörðun vaxta. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn,“ segir í tilkynningunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun skýra rök fyrir ákvörðuninni á fréttamannafundi klukkan 10. Það verða Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson sem fara yfir rökin fyrir ákvörðuninni. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. „Þjóðhagsreikningar fyrir fyrstu níu mánuði ársins sýna meiri hagvöxt en Seðlabankinn spáði í nóvember. Vöxtur þjóðarútgjalda var svipaður og spáð var en samsetning hans var önnur. Atvinnuvegafjárfesting jókst meira en einkaneysla minna. Vöxtur útflutnings var einnig meiri en spáð hafði verið og munar þar fyrst og fremst um kröftugan þjónustuútflutning. Metafgangur var á viðskiptajöfnuði á þriðja fjórðungi ársins. Verðbólga mældist 2,1% í nóvember og hefur haldist undir markmiði um tæplega þriggja ára skeið þrátt fyrir miklar launahækkanir og öran vöxt eftirspurnar. Þar vega þungt hagfelld ytri skilyrði og hækkun á gengi krónunnar en ekki síður aðhaldssöm peningastefna sem hefur skapað verðbólguvæntingum kjölfestu. Ákvörðun peningastefnunefndar um lækkun vaxta er tekin með hliðsjón af síðustu spá Seðlabankans að viðbættum nýjum upplýsingum. Gengi krónunnar hefur hækkað um 1½% frá síðasta fundi nefndarinnar og er nú þegar orðið nokkru hærra en spáð var að það yrði að meðaltali á næsta ári. Þá er samsetning hagvaxtar hagstæðari en spáð var í nóvember að því leyti að útflutningur og atvinnuvegafjárfesting vega þyngra. Hvort tveggja hefur áhrif á áhættumat nefndarinnar. Sem fyrr er töluverð óvissa um stefnuna í ríkisfjármálum, en aðhald hennar hefur slaknað nokkuð undanfarin tvö ár og enn er óljóst hver efnahagsstefna næstu ríkisstjórnar verður. Þá gætir áfram óróa á vinnumarkaði og óvissa er um áhrif næstu skrefa við losun fjármagnshafta. Kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið virðist hafa styrkst og aðhald peningastefnunnar að einhverju leyti aukist í gegnum hækkun gengis krónunnar. Það gefur nefndinni svigrúm til að lækka nafnvexti nú. Eigi að síður kalla kröftugur vöxtur eftirspurnar og ofangreindir óvissuþættir á varkárni við ákvörðun vaxta. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn,“ segir í tilkynningunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun skýra rök fyrir ákvörðuninni á fréttamannafundi klukkan 10. Það verða Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson sem fara yfir rökin fyrir ákvörðuninni.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira