Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 21:04 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra sagði að ef ekki væri vilji til þess að mynda meirihlutastjórn kæmi minnihlutastjórn til greina. Ef vilji væri hins vegar til þess að mynda meirihlutastjórn væri það vel hægt. Þetta kom fram í leiðtogaumræðum í Kastljósi í kvöld þar sem forsvarsmenn flokkanna ræddu þá stjórnarkreppu sem nú ríkir í landinu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði ekkert vera að því að hugsa um minnihlutastjórn, það myndi vera mjög styrkjandi fyrir Alþingi sem hefði verið mótað af meirihlutaræðu undanfarin ár. Í leiðtogaumræðum á Stöð 2 í kvöld sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hins vegar að ef mynduð væri minnihlutastjórn hlyti það að þýða að nýjar kosningar yrðu undirbúnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áður sagt að minnihlutastjórn sé lakari kostur en meirihlutastjórn en tekur þó fram að það fari eftir því hver myndi styðja slíka stjórn. Ákveðið hættuspil væri fyrir ríkisstjórn að leggja út í slíka för.Vilja ekki gefast upp á að mynda meirihlutastjórnJóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar tók fram í Kastljósi að kosningar væru ekki kostur í stöðunni að svo stöddu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í umræðum á Stöð 2 að hún væri mjög bjartsýn á að flokkunum myndi takast að mynda meirihlutastjórn. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki vilja gefast upp á að reyna að mynda meirihlutastjórn, mikilvægt væri að flokkarnir útilokuðu nú minna í stöðunni en áður. Gömlu munstrin væru ekki lengur í boði. Birgitta Jónsdóttir, forsvarsmaður Pírata sagðist sammála Óttari, flokkarnir ættu að halda áfram að tala saman eins og þeir hefðu verið að gera. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og sagðist vona að flokkarnir fimm, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn, Píratar og Vinstri-Græn myndu taka upp þráðinn eftir helgi og klára myndun ríkisstjórnar. Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00 Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra sagði að ef ekki væri vilji til þess að mynda meirihlutastjórn kæmi minnihlutastjórn til greina. Ef vilji væri hins vegar til þess að mynda meirihlutastjórn væri það vel hægt. Þetta kom fram í leiðtogaumræðum í Kastljósi í kvöld þar sem forsvarsmenn flokkanna ræddu þá stjórnarkreppu sem nú ríkir í landinu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði ekkert vera að því að hugsa um minnihlutastjórn, það myndi vera mjög styrkjandi fyrir Alþingi sem hefði verið mótað af meirihlutaræðu undanfarin ár. Í leiðtogaumræðum á Stöð 2 í kvöld sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hins vegar að ef mynduð væri minnihlutastjórn hlyti það að þýða að nýjar kosningar yrðu undirbúnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áður sagt að minnihlutastjórn sé lakari kostur en meirihlutastjórn en tekur þó fram að það fari eftir því hver myndi styðja slíka stjórn. Ákveðið hættuspil væri fyrir ríkisstjórn að leggja út í slíka för.Vilja ekki gefast upp á að mynda meirihlutastjórnJóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar tók fram í Kastljósi að kosningar væru ekki kostur í stöðunni að svo stöddu. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í umræðum á Stöð 2 að hún væri mjög bjartsýn á að flokkunum myndi takast að mynda meirihlutastjórn. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagðist ekki vilja gefast upp á að reyna að mynda meirihlutastjórn, mikilvægt væri að flokkarnir útilokuðu nú minna í stöðunni en áður. Gömlu munstrin væru ekki lengur í boði. Birgitta Jónsdóttir, forsvarsmaður Pírata sagðist sammála Óttari, flokkarnir ættu að halda áfram að tala saman eins og þeir hefðu verið að gera. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í sama streng og sagðist vona að flokkarnir fimm, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn, Píratar og Vinstri-Græn myndu taka upp þráðinn eftir helgi og klára myndun ríkisstjórnar.
Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00 Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. 13. desember 2016 20:00
Guðni gaf Bjarna, Katrínu og Birgittu bók eftir sjálfan sig Fengu Völundarhús valdsins, bók um forsetatíð Kristjáns Eldjárns. 13. desember 2016 20:28